Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Hálendi / Veiðivötn – Rauði gígur

Veiðivötn – Rauði gígur

Rauði Gígur er vatn í Veiðivötnum sem óhætt er að segja að séu ein rómuðustu, gjöfulustu, og frægustu veiðivötn landsins.
Um er að ræða vatnaklasa í Landmannaafrétti sem samanstendur af allt að 50 vötnum, sem mörg hver eru sprengigígar. Um er að ræða bæði lítil sem stór vötn sem eru í um 570 ~ 590 metrum yfir sjávarmáli.
Flestir telja veiðivatnasvæðið eitt það fallegasta á landinu.

Rauði gígur

Flestir elska Rauða gíg, og eitt er víst að Rauði gígur er einn af tilkomumestu stöðum í Hraunvötnunum. Frekar lítið gígvatn sem getur orðið að stórvatni þegar vatnsstaðan er há því þá samtengist Rauði gígur við Nýrað og þar að auki flæðir yfir hraunbreiðuna sem er austan megin við Rauða gíg.

Einungis er urriði í Rauða gíg, en urriðinn í Rauða gíg er löngu orðinn frægur fyrir stærð sína, en hann á það samt til að vera nokkuð styggur.

Veiðistaðir eru samt nokkrir, en það er um að gera að reyna aðra staði en þá sem merktir eru á korti einnig.

Rauði gígur

Myndir frá vatninu:

x

Check Also

Veiðitjörn Arnarvatnsheiði - Veiðistaðavefurinn

Veiðitjörn – Arnavatnsheiði

Veiðitjörn hefur oft verið sagður einn fallegasti veiðistaður á Arnavatnsheiði, en þetta er tiltölulega lítið, 0.30 km2 vatn sem liggur norð-austan við Arnarvatn litla og ...