fbpx
Svæði sem vert er að skoða
Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Vesturlandi

Silungsveiði á Vesturlandi

Efri Haukadalsá

Efri Haukadalsá - Veiðistaðavefurinn

Efri Haukadalsá fellur um Haukadal í Dölum í um 140 km fjarlægð frá Reykjavík. Áin er helst þekkt sem góð sjóbleikjuá með nokkurri laxavon, en hún er í kaldara lagi sökum hversu vatnasviðið er hálent, og er talið það séu orsökin á því hversu erfitt laxinn á uppdráttar þarna. Efri Haukadalsá fellur í Haukadalsvatn frá efstu upptökum sínum við Jörfamúla, ...

Lesa meira »

Lárós á Snæfellsnesi

Lárós - Veiðistaðavefurinn

Lárós er lítið sjávarlón sem gengur inn úr Látravík á Snæfellsnesi, skotspöl frá Grundarfirði eða einungis í um 10 km fjarlægð. Frá Reykjavík er hinsvegar vegalengdin um 180 km, og liggur þjóðvegurinn rétt fyrir sunnan lónið. Lárósvatnið er einungis í um einum metra yfir sjávarmáli þannig að þar gætir bæði flóðs og fjöru, og er það um 1.6 km2 að ...

Lesa meira »

Fiskilækjarvatn

Fiskilækjarvatn sem einnig er nefnt Fjárhúsavatn er lítið og nett vatn sem staðsett er í Melasveit í um 60 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið liggur í um 50 metrum yfir sjávarmáli og er um 0.13 km2 að flatarmáli. Þetta er ákaflega fjölskylduvænn veiðistaður, en bæði er hægt að veiða bleikju og urriða í vatninu. Stærð fiska í vatninu er mest ...

Lesa meira »

Skorradalsvatn

Skorradalsvatn er í Skorradal í Borgarfirði í um 90 km fjarlægð frá Reykjavík, en Skorradalurinn er ákaflega fallegt svæði og er þar nokkuð mikil sumarhúsabyggð. Þetta er nokkuð mikið stöðuvatn og liggur það í um 58 metrum yfir sjávarmáli og er um 16 km langt en þó ekki nema um 1 ~ 1.5 km að breidd að mestum parti. Þetta ...

Lesa meira »

Staðará í Staðarsveit

Staðará í Staðarsveit er á Snæfellsnesi í um 200km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 85 km fjarlægð frá Borgarnesi. Áin á upptök sín í Hagavatni og fellur til sjávar í Vatnsflóa. Í Hagavatni er ágæt veiði, bæði sjóbleikja, sjóbirtingur, og stöku lax og getur stærð fiska í vatninu orðið nokkuð góð. Það er hinsvegar nokkuð mikill gróður í vatninu ...

Lesa meira »

Oddastaðavatn

Oddastaðavatn er í ákaflega fallegu umhverfi í Hnappadal vestan megin við Hlíðarvatn í um 110 km fjarlægð frá Reykjavík. Frá Borgarnesi er fjarlægðin um 47km. Þetta er ágætt veiðivatn og er um 3 km² að flatarmáli og hefur verið mælt dýpst um 18 m þó meðaldýpið sé mun minna. Hæð yfir sjávarmáli er um 57 m. Aðkoman að vatninu er ...

Lesa meira »

Hlíðarvatn í Hnappadal 4/5 (1)

  Hraunholtsá rennur úr Hlíðarvatni í Oddastaðavatn sem er strax við hliðina á Hlíðarvatni. Djúpadalsá rennur í vatnið suðaustan megin og Fossá norðaustan megin. Í vatninu er bæði urriði og bleikja, og hefur verið talað um að 3 bleikjustofnar séu í vatninu. Veiði getur oft á tíðum verið allgóð, og stærð fiska er allt frá litlum 500gr bleikjum upp í ...

Lesa meira »

Götuvötn á Rauðamelsheiði

Götuvötn er vatnaklasi sem er á Rauðamelsheiði í Skógarstrandarhreppi í Snæfellssýslu. Vötn þessi eru nokkuð fyrir austan veg nr 55. Þessi vötn eru í um 210 m hæð yfir sjávarmáli og eru um 0,4 km² að flatarmáli, en Götuvatn sjálft, sem er eitt af vötnunum, er um 0,14 km² að flatarmáli. Aðkoma að vötnunum er erfið þó heyrst hafi að ...

Lesa meira »

Fagradalsá

Fagradalsá er á Skarðsströnd í um 50 km fjarlægð frá Búðardal og í um 210 km fjarlægð frá Reykjavík. Þessi fallega litla á á upptök sín á hálendinu og rennur um Fagradal, og í þröngum gljúfrum, allt til sjávar á Skarðströnd við Breiðafjörð. Laxastigi var settur í gljúfrin sem aldrei virkaði og hefur því aldrei gengið lax upp í Fagradalsá. ...

Lesa meira »

Hvolsá & Staðarhólsá

Hvolsá og Staðarhólsá eru ákaflega skemmtilegar 4 stanga ár sem eru þekktar fyrir sjóbleikjuveiði í Saurbæ í Dalasýslu, í um 180 km fjarlægð frá Reykjavík. Staðarhólsá á upptök sín á Sælingsdalsheiði og Hvolsá á upptök sín í Brekkudal sem Brekkudalsá. Einnig ber Staðarhólsá nafnið Hvammadalsá í upptökum sínum, en sameinaðar heita þær svo Hvolsá, sem er sjálf um 9 km ...

Lesa meira »