Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Vesturlandi

Silungsveiði á Vesturlandi

Skorradalsvatn í Skorradal

Skorradalsvatn er í Skorradal í Borgarfirði í um 90 km fjarlægð frá Reykjavík, en Skorradalurinn er ákaflega fallegt svæði og er þar nokkuð mikil sumarhúsabyggð. Þetta er nokkuð mikið stöðuvatn og liggur það í um 58 metrum yfir sjávarmáli og er um 16 km langt en þó ekki nema um 1 ~ 1.5 km að breidd að mestum parti. Þetta ...

Lesa meira »

Hólmavatn í Dölum

Hólmavatn er á Hólmavatnsheiði, norður af bænum Sólheimum í Laxárdal í um 180 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 30 km frá Búðardal. Það er um 1 km2 að stærð og í um 190 m hæð yfir sjávarmáli. Ekið er um Bröttubrekku í áttina að Búðardal, ef komið er að sunnan, annars farið hefðbundnar leiðir frá Norðurlandi eða Vestfjörðum. Rétt ...

Lesa meira »

Núpá í Núpárdal

Núpá er dragá sem á upptök sín á hálendinu ofan Núpdals og leynir verulega á sér. Áin á sameiginlegan ós með Haffjarðará á Löngufjörum við utanverðar Mýrar og er í eðli sínu silungsveiðiá, með laxavon. Þessi á lætur ekki mikið yfir sér en á marga vænlega veiðistaði þar sem hún rennur lygn á milli malareyrar og grasbakka. Núpá er lítil ...

Lesa meira »

Flóðatangi

Flóðatangi er veiðisvæðið neðst í Norðurá við vatnamót Norðurár og Hvítar. Þetta er mjög aðgengilegt og fallegt tveggja stanga svæði og veiðist þar nokkuð af staðbundnum silungi, bæði urriða og bleikju, en einnig sjóbirting. Flóðatangi er með um 11 merkta staði og eru þeir nokkrir fornfrægir, s.s. veiðistaðurinn Kastalahylur. Ár hvert kemur einnig stöku lax á land, enda fer allur ...

Lesa meira »

Seleyri við Borgarfjarðarbrú

Seleyri er við Borgarfjarðarbrú og telst því til strandveiða, en fjarlægðin er um 73 km frá Reykjavík. Þarna er töluvert af sjóbirtingi og sjóbleikju, og einnig lax sem oft kraumar af þarna þegar hann er á hraðferð fram hjá áleiðis upp vatnakerfið. Varðandi leyfi til veiða á Seleyri skal ræða við landeigendur, en þetta svæði tilheyrir Höfnum og Borgarbyggð, og ...

Lesa meira »

Gufudalsá

Gufudalsá er í Gufudal í um 250 km. fjarlægð frá Reykjavík, og er heildarlengd veiðisvæðisins um 8 km., eða allt frá ósi og að efri fossum ofan Gufudalsvatns og Gufudalsvatn allt. Gufudalsá er gjöful bleikjuveiðiá tilvalin fyrir alla fjölskylduna. Þarna hafa ungir veiðimenn oft á tíðum stigið sín fyrstu skref í veiðimennsku. Sjógengin bleikja veiðist bæði í ánni og vatninu, ...

Lesa meira »

Hítará – sjóbirtingsveiði að hausti til

Hítará er glæsileg veiðiá á Mýrum í um 25 km. fjarlægð frá Borgarnesi. Áin er í glæsilegu umhverfi sem hefur fallið í góðan jarðveg hjá veiðimönnum. Um er að ræða sjóbirtingsveiði í neðri hluta árinnar og nær tímabilið frá 21. – 30. september. Fjölbreytileiki veiðistaða er mikill í ævintýralegu umhverfi kletta og veiðihylja. Seldar eru 3 stangir á dag í ...

Lesa meira »

Laxárvatn í Dölum

Laxárvatn er á Laxárdalsheiði í Dölum í um 180 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 30 km fjarlægð frá Búðardal. Laxá í Dölum á upptök sín í Laxárvatni. Vatnið er um 0,5 km2 að stærð og í um 150m hæð yfir sjávarmáli. Ekið er um Bröttubrekku í áttina að Búðardal, ef komið er að sunnan, annars farið hefðbundnar leiðir frá ...

Lesa meira »

Langavatn á Mýrum

Langavatn á Mýrum

Langavatn á Mýrum liggur í sunnanverðum Langadal í Mýrasýslu, norðaustur af Grímsstaðamúla. Langavatn á Mýrum erum 5,1 km2 að flatarmáli og hefur verið mælt allt að 36 metra djúpt, þegar mest er í því. Það liggur 215 metra yfir sjávarmáli í fallegu umhverfi. Þangað rennur Langavatnsá að norðan, en Beilá að austan. Úr suðvesturhorni þess fellur hin kunna Langá til ...

Lesa meira »

Hraunsfjarðarvatn á Snæfellsnesi

Hraunsfjarðarvatn er á Snæfellsnesi, við hliðina á Baulárvallarvatni, í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 15 km fjarlægð í suður frá bæði Grundarfirði og Stykkishólmi, á leið frá Vegamótum í norður. Hraunsfjarðarvatn er um 2,5 km2 að stærð og 84 m. djúpt, þar sem það er dýpst. Hraunsfjarðarvatn er í um 207 m. yfir sjávarmáli. Þaðan rennur Vatná ...

Lesa meira »

Haukadalsvatn í Haukadal

Haukadalsvatn er í Haukadal, skammt frá Búðardal í um 140km fjarlægð frá Reykjavík. Ekið er um Bröttubrekku og þaðan upp þjóðveg 587, rétt áður en komið er að Haukadalsá. Haukadalsvatn er um 3,2 km2 að stærð, í 37 m. hæð yfir sjávarmáli og er mesta dýpi um 40 m. Í vatninu er mest um 1-2 punda sjóbleikju, sem gengur upp ...

Lesa meira »

Baulárvallavatn á Snæfellsnesi

Baulárvallavatn er á Snæfellsnesi, um 160 km fjarlægð frá Reykjavík, um 15 km í suður frá bæði Grundarfirði og Stykkishólmi, á leið frá Vegamótum í norður. Nýja vatnaleiðin á Snæfellsnesi gerir það að verkum, að hægt er að aka alveg upp að vatninu. Baulárvallavatn er um 1,6 km2 að stærð og 47 metra djúpt, þar sem það er dýpst. Vatnið ...

Lesa meira »

Hraunsfjörður á Snæfellsnesi

Hraunsfjörður er á norðanverðu Snæfellsnesi, mitt á milli Stykkishólms og Grundarfjarðar. Í raun er um að ræða lón fyrir innan stíflu við Hraunsfjörð. Lónið er í um 180 km. fjarlægð frá Reykjavík. Ekið er sem leið liggur fram hjá Borgarnesi og beygt inn á Mýrar. Síðan er beygt upp á Vatnaleið, við Vegamót, í átt að Stykkishólmi. Þegar komið er ...

Lesa meira »

Hítarvatn á Mýrum

Hítarvatn er tilvalið fyrir fjölskyldur til að eyða góðri stund saman við veiðar og útivist. Mikil náttúrufegurð er við vatnið en vekja ber athygli á að mikið er af mýflugum við vatnið. Veiðisvæðið spannar allt Hítarvatn en mjög góð silungsveiði er í vatninu, bæði urriði og bleikja og eru dæmi þess, að veiðimenn komi heim með yfir hundrað fiska eftir ...

Lesa meira »

Leirá í Leirársveit

Leirá er í Leirársveit er lítil og viðkvæm tveggja stanga laxveiði- og sjóbirtingsá í ægifögru umhverfi. Hún er einungis í um 40 mín akstursfjarlægð frá Reykjavík. Skammt frá Laxá í Leirársveit sem er mun þekktari en Leirá, og nýtur góðs af nærveru hennar. Áin er frekar nett veiðiá og er mikilvægt að fara varlega um bakka hennar til að ná ...

Lesa meira »

Efri Haukadalsá

Efri Haukadalsá - Veiðistaðavefurinn

Efri Haukadalsá fellur um Haukadal í Dölum í um 140 km fjarlægð frá Reykjavík. Áin er helst þekkt sem góð sjóbleikjuá með nokkurri laxavon, en hún er í kaldara lagi sökum hversu vatnasviðið er hálent, og er talið það séu orsökin á því hversu erfitt laxinn á uppdráttar þarna. Efri Haukadalsá fellur í Haukadalsvatn frá efstu upptökum sínum við Jörfamúla, ...

Lesa meira »

Lárós á Snæfellsnesi

Lárós - Veiðistaðavefurinn

Lárós er lítið sjávarlón sem gengur inn úr Látravík á Snæfellsnesi, skotspöl frá Grundarfirði eða einungis í um 10 km fjarlægð. Frá Reykjavík er hinsvegar vegalengdin um 180 km, og liggur þjóðvegurinn rétt fyrir sunnan lónið. Lárósvatnið er einungis í um einum metra yfir sjávarmáli þannig að þar gætir bæði flóðs og fjöru, og er það um 1.6 km2 að ...

Lesa meira »

Fiskilækjarvatn

Fiskilækjarvatn sem einnig er nefnt Fjárhúsavatn er lítið og nett vatn sem staðsett er í Melasveit í um 60 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið liggur í um 50 metrum yfir sjávarmáli og er um 0.13 km2 að flatarmáli. Þetta er ákaflega fjölskylduvænn veiðistaður, en bæði er hægt að veiða bleikju og urriða í vatninu. Stærð fiska í vatninu er mest ...

Lesa meira »

Staðará í Staðarsveit

Staðará í Staðarsveit er á Snæfellsnesi í um 200km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 85 km fjarlægð frá Borgarnesi. Áin á upptök sín í Hagavatni og fellur til sjávar í Vatnsflóa. Í Hagavatni er ágæt veiði, bæði sjóbleikja, sjóbirtingur, og stöku lax og getur stærð fiska í vatninu orðið nokkuð góð. Það er hinsvegar nokkuð mikill gróður í vatninu ...

Lesa meira »

Oddastaðavatn

Oddastaðavatn er í ákaflega fallegu umhverfi í Hnappadal vestan megin við Hlíðarvatn í um 110 km fjarlægð frá Reykjavík. Frá Borgarnesi er fjarlægðin um 47km. Þetta er ágætt veiðivatn og er um 3 km² að flatarmáli og hefur verið mælt dýpst um 18 m þó meðaldýpið sé mun minna. Hæð yfir sjávarmáli er um 57 m. Aðkoman að vatninu er ...

Lesa meira »