Svæði sem vert er að skoða
Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Vesturlandi

Silungsveiði á Vesturlandi

Hítarvatn á Mýrum 5/5 (1)

Hítarvatn er tilvalið fyrir fjölskyldur til að eyða góðri stund saman við veiðar og útivist. Mikil náttúrufegurð er við vatnið en vekja ber athygli á að mikið er af mýflugum við vatnið. Veiðisvæðið spannar allt Hítarvatn en mjög góð silungsveiði er í vatninu, bæði urriði og bleikja og eru dæmi þess, að veiðimenn komi heim með yfir hundrað fiska eftir ...

Lesa meira »

Leirá í Leirársveit

Leirá er í Leirársveit er lítil og viðkvæm tveggja stanga laxveiði- og sjóbirtingsá í ægifögru umhverfi. Hún er einungis í um 40 mín akstursfjarlægð frá Reykjavík. Skammt frá Laxá í Leirársveit sem er mun þekktari en Leirá, og nýtur góðs af nærveru hennar. Áin er frekar nett veiðiá og er mikilvægt að fara varlega um bakka hennar til að ná ...

Lesa meira »

Efri Haukadalsá

Efri Haukadalsá - Veiðistaðavefurinn

Efri Haukadalsá fellur um Haukadal í Dölum í um 140 km fjarlægð frá Reykjavík. Áin er helst þekkt sem góð sjóbleikjuá með nokkurri laxavon, en hún er í kaldara lagi sökum hversu vatnasviðið er hálent, og er talið það séu orsökin á því hversu erfitt laxinn á uppdráttar þarna. Efri Haukadalsá fellur í Haukadalsvatn frá efstu upptökum sínum við Jörfamúla, ...

Lesa meira »

Lárós á Snæfellsnesi

Lárós - Veiðistaðavefurinn

Lárós er lítið sjávarlón sem gengur inn úr Látravík á Snæfellsnesi, skotspöl frá Grundarfirði eða einungis í um 10 km fjarlægð. Frá Reykjavík er hinsvegar vegalengdin um 180 km, og liggur þjóðvegurinn rétt fyrir sunnan lónið. Lárósvatnið er einungis í um einum metra yfir sjávarmáli þannig að þar gætir bæði flóðs og fjöru, og er það um 1.6 km2 að ...

Lesa meira »

Fiskilækjarvatn

Fiskilækjarvatn sem einnig er nefnt Fjárhúsavatn er lítið og nett vatn sem staðsett er í Melasveit í um 60 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið liggur í um 50 metrum yfir sjávarmáli og er um 0.13 km2 að flatarmáli. Þetta er ákaflega fjölskylduvænn veiðistaður, en bæði er hægt að veiða bleikju og urriða í vatninu. Stærð fiska í vatninu er mest ...

Lesa meira »

Skorradalsvatn

Skorradalsvatn er í Skorradal í Borgarfirði í um 90 km fjarlægð frá Reykjavík, en Skorradalurinn er ákaflega fallegt svæði og er þar nokkuð mikil sumarhúsabyggð. Þetta er nokkuð mikið stöðuvatn og liggur það í um 58 metrum yfir sjávarmáli og er um 16 km langt en þó ekki nema um 1 ~ 1.5 km að breidd að mestum parti. Þetta ...

Lesa meira »

Staðará í Staðarsveit

Staðará í Staðarsveit er á Snæfellsnesi í um 200km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 85 km fjarlægð frá Borgarnesi. Áin á upptök sín í Hagavatni og fellur til sjávar í Vatnsflóa. Í Hagavatni er ágæt veiði, bæði sjóbleikja, sjóbirtingur, og stöku lax og getur stærð fiska í vatninu orðið nokkuð góð. Það er hinsvegar nokkuð mikill gróður í vatninu ...

Lesa meira »

Oddastaðavatn

Oddastaðavatn er í ákaflega fallegu umhverfi í Hnappadal vestan megin við Hlíðarvatn í um 110 km fjarlægð frá Reykjavík. Frá Borgarnesi er fjarlægðin um 47km. Þetta er ágætt veiðivatn og er um 3 km² að flatarmáli og hefur verið mælt dýpst um 18 m þó meðaldýpið sé mun minna. Hæð yfir sjávarmáli er um 57 m. Aðkoman að vatninu er ...

Lesa meira »

Hlíðarvatn í Hnappadal 4/5 (1)

  Hraunholtsá rennur úr Hlíðarvatni í Oddastaðavatn sem er strax við hliðina á Hlíðarvatni. Djúpadalsá rennur í vatnið suðaustan megin og Fossá norðaustan megin. Í vatninu er bæði urriði og bleikja, og hefur verið talað um að 3 bleikjustofnar séu í vatninu. Veiði getur oft á tíðum verið allgóð, og stærð fiska er allt frá litlum 500gr bleikjum upp í ...

Lesa meira »

Götuvötn á Rauðamelsheiði

Götuvötn er vatnaklasi sem er á Rauðamelsheiði í Skógarstrandarhreppi í Snæfellssýslu. Vötn þessi eru nokkuð fyrir austan veg nr 55. Þessi vötn eru í um 210 m hæð yfir sjávarmáli og eru um 0,4 km² að flatarmáli, en Götuvatn sjálft, sem er eitt af vötnunum, er um 0,14 km² að flatarmáli. Aðkoma að vötnunum er erfið þó heyrst hafi að ...

Lesa meira »