Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Hálendi / Veiðivötn – Miðvatnið

Veiðivötn – Miðvatnið

Veiðivötn - Veiðistaðavefurinn

Miðvatnið er í Veiðivötnum sem óhætt er að segja að séu ein rómuðustu, gjöfulustu, og frægustu veiðivötn landsins.
Veiðivötn eru  vatnaklasi í Landmannaafrétti sem samanstendur af allt að 50 vötnum, sem mörg hver eru sprengigígar. Um er að ræða bæði lítil sem stór vötn sem eru í um 570 ~ 590 metrum yfir sjávarmáli.
Flestir telja veiðivatnasvæðið eitt það fallegasta á landinu.

Miðvatnið

Miðvatnið er við hliðina á Hellavatni, en Hellavatn er eitt af fyrstu vötnunum sem komið er að þegar keyrt er frá Litlasjó. Þetta er ekki mjög stórt vatn, líklega um 0.10 km2 að flatarmáli og umvafið stórbrotnu umhverfi. Það er enginn vegur að Miðvatninu en lagt er við Hellavatn og gengið yfir litla hæð í suðurbotni Hellavatns. Nær eingöngu er veitt á ströndinni sem fyrst er komið að, en það er samt um að gera að reyna aðra staði líka.

Í Miðvatninu er eingöngu urriði, eins og í öðrum Hraunvatnavötnum. Þetta vatn var áður fisklaust en er haldið við í dag með reglulegum seiðasleppingum, og þannig hefur urriðastofninum viðhaldið.

Veiðistaðir eru nokkrir, en það er um að gera að reyna aðra staði en þá sem merktir eru á korti einnig.

Miðvatnið

Miðvatnið

Upphafsmynd: Miðvatnið – Ljósm.: Örn Óskarsson

Myndir frá vatninu:

x

Check Also

Veiðitjörn Arnarvatnsheiði - Veiðistaðavefurinn

Veiðitjörn – Arnavatnsheiði

Veiðitjörn hefur oft verið sagður einn fallegasti veiðistaður á Arnavatnsheiði, en þetta er tiltölulega lítið, 0.30 km2 vatn sem liggur norð-austan við Arnarvatn litla og ...