fbpx
Svæði sem vert er að skoða
Heim / Laxveiði / Laxveiði á Vesturlandi

Laxveiði á Vesturlandi

Efri Haukadalsá

Efri Haukadalsá - Veiðistaðavefurinn

Efri Haukadalsá fellur um Haukadal í Dölum í um 140 km fjarlægð frá Reykjavík. Áin er helst þekkt sem góð sjóbleikjuá með nokkurri laxavon, en hún er í kaldara lagi sökum hversu vatnasviðið er hálent, og er talið það séu orsökin á því hversu erfitt laxinn á uppdráttar þarna. Efri Haukadalsá fellur í Haukadalsvatn frá efstu upptökum sínum við Jörfamúla, ...

Lesa meira »

Andakílsá í Borgarfirði 5/5 (1)

Andakílsá - Veiðistaðavefurinn

Andakílsá er í Borgarfirði í um 72 km fjarlægð frá Reykjavík. Andakílsá er dragá sem fellur úr Skorradalsvatni og rennur um 12 kílómetra leið uns hún fellur í Hvítá í Borgarfirði. Í ánni eru fossar, Andakílsárfossar. Í Andakílsá er Andakílsárvirkjun en hún var byggð á árunum 1946-47. Virkjunin er í dag rekin af Orkuveitu Reykjavíkur. Virkjað afl er 8.2 megavött ...

Lesa meira »

Flekkudalsá í Dalasýslu

Flekkudalsá - Mynd: Jeff Currier

Flekkudalsá, eða Flekkan eins og hún er oft kölluð, er þriggja stanga laxveiðiá á sunnanverðri Fellsströnd við Hvammasjörð í Dalasýslu í um 202 km fjarlægð frá Reykjavík og um 39 km fjarlægð frá Búðardal. Þetta er 20 km löng dragá sem á efstu upptök sín á hálendinu í Klofningsfjallgarði, og fellur til sjávar í Hvammsfjörð vestan við bæjinn Ytra Fell ...

Lesa meira »

Svínafossá í Hvammsfirði

Svínafossá

Svínafossá er í Hvammsfirði í um 134 km fjarlægð frá Reykjavík og var ein af fyrstu sleppiám landsins, og var nokkuð vinsæl til veiða hér áður fyrr eftir að hafbeitarlaxi var sleppt fyrir ofan foss í Svínafossá. Þetta var einnar stanga á á meðan fjörinu stóð, en að sögn hefur áin nú verið friðuð fyrir allri veiði. Ekki er vitað ...

Lesa meira »

Dunká á Skagaströnd

Dunká

Dunká er á Skógarströnd í Dalasýslu í um 170 km fjarlægð frá Reykjavík. Hún á upptök sín í fjöllunum þarf fyrir ofan og fellur til sjávar á innanverðri Skógarströnd eftir að hafa fallið um 11 km vegalengdí gegnum hið einstaklega glæsilega umhverfi Dunkár með kjarri vöxnum hlíðum og ægifögru útsýni yfir Breiðafjörðinn. Áin er fiskgeng um 4.5 km vegalengd, eða ...

Lesa meira »

Staðará í Staðarsveit

Staðará í Staðarsveit er á Snæfellsnesi í um 200km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 85 km fjarlægð frá Borgarnesi. Áin á upptök sín í Hagavatni og fellur til sjávar í Vatnsflóa. Í Hagavatni er ágæt veiði, bæði sjóbleikja, sjóbirtingur, og stöku lax og getur stærð fiska í vatninu orðið nokkuð góð. Það er hinsvegar nokkuð mikill gróður í vatninu ...

Lesa meira »

Laxá á Skógarströnd

Laxá á Skógarströnd rennur frá Götuvötnum á Rauðamelsheiði um 10km leið til sjávar í Árnhúsavog. Laxgengur hluti árinnar er hinsvegar einungis um 2 km. Blankur og Blængur eru þverár Laxár á laxgengum 2km kafla árinnar, og inn í þessar þverár gengur einnig lax. Engin veiðileyfi eru seld í ánna, en landeigendur sjálfir ráðstafa veiðinni sem hefur verið að meðaltali um ...

Lesa meira »

Haffjarðará

Haffjarðará er á Snæfellsnesi í um 120km fjarlægð frá Reykjavík og er ein af þekktustu laxveiðiám landsins. Þessi 25 km langa á rennur úr Oddastaðavatni og rennur til sjávar á Löngufjörum. Af þessum 25 km er veiðisvæðið sjálft um 16 km langt. Áin rennur um stórbrotið umhverfi Rauðhálsahrauns og Eldborgarhrauns á leið til sjávar. Mikið er af góðum veiðistöðum í ...

Lesa meira »

Gufuá í Borgarfirði

Gufuá er lítil tveggja stanga bergvatnsá í Borgarfirði í um 77 km fjarlægð frá Reykjavík. Í ánni, sem geymir sjálfstæðan laxastofn, getur oft gert ágætis laxveiði, og endaði árið 2015 til að mynda með um 200 laxa. Þetta er ekki mikið vatnsfall og á það til að þorna verulega upp á þurrkasumrum, og þá sér í lagi efri hluti árinnar. ...

Lesa meira »

Búðardalsá

Búðardalsá skemmtileg 2 stanga laxveiðiá á Skarðströnd í um 50 km fjarlægð frá Búðardal og í um 210 km fjarlægð frá Reykjavík. Búðardalsá á upptök sín í Búðardalsdrögum og rennur niður Búðardal niður til sjávar á Skarðströnd við Breiðafjörð. Á leiðinni sameinst Hvarfadalsá Búðardalsá og gerir Búðardalsá að nokkuð nokkuð góðri og vatnsmikilli á. Þetta er um 14 km löng ...

Lesa meira »