Heim / Laxveiði / Laxveiði á Austurlandi / Sandá í Þistilfirði

Sandá í Þistilfirði

Sandá Þistilfirði - Veiðistaðavefurinn

Sandá er ein af þessum frægu laxveiðiám og er í Þistilfirði á Norð-Austurlandi í um 615 km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 230 km fjarlægð frá Akureyri. Skotspölur er frá Þórshöfn í Sandá, eða einungis um 25 km.

Veiðisvæði Sandár er um 14 km langt frá sjávarósi og allt upp að Sandárfossi, og er með um eða yfir 40 merkta veiðistaði.

Þetta er ekki ein af þessum stórveiðiám þó laxinn sem hefur veiðst þarna í gegnum tíðina telst til stórlax, sem er ein af sérstöðum Sandár, eins og í raun má segja einnig um flestar laxveiðiár í Þistilfirðinum, en ófáir 20 punda fiskarnir hafa komið á agn veiðimanna þarna í gegnum árin.
Stærsti skráður fiskur Sandár var til að mynda vigtaður 28 pund.

Hún er hinsvegar töluverð áskorun fyrir alla sem veiða ánna, jafnt fyrir nýja sem vana veiðimenn, en meðalveiði undanfarinna ára hefur verið í kringum 270 laxar. Ekki er mikið af silung sem veiðist í Sandá, þó þess séu dæmi.

Veiðisvæðið er margslungið, allt frá tilkomumiklum gljúfrum með háa bergveggi og mikinn straumþunga niður í fallegar breiður með marga ákaflega fallega og djúpa hyli og skemmtilega veiðistaði, s.s. Fossbrot sem er upp við Sandárfossinn og er einn gjöfulasti staður árinnar, Ólafshylur sem er ákaflega öflugur, og Bjarnadalshylur sem hefur gefið flesta stórlaxa Sandár í gegnum tíðina.

Tímabilið í Sandá nær frá 20. júní og nær til 20. september ár hvert og er hún veidd með 3 stöngum dag hvern.

Sandá er í útleigu til hóps af einstaklingum og er ekki mikið um að veiðileyfi í ánna séu seld til almennings án þess að þekkja til.

Upphafsmynd fengin af mbl.is

Sandá – veðrið á svæði

x

Check Also

Jökla III

Jökla III

Jökla III er svæði í Jöklu og er á austurlandi í um 660 km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 50 km fjarlægð frá Egilsstöðum ...