Fyrir hverja er Gullskráning?
Gullskráning er fyrir veiðiréttarhafa og veiðileyfasala sem vilja tengja sín svæði við Veiðistaðavefinn og þannig gera sín svæði sýnilegri.
Hvað er Gullskráning og hvernig nýtist það mér?
Öll svæði á Veiðistaðavefnum eru skráð með svokallaðri grunnskráningu.
Grunnskráning á veiðisvæði innifelur helstu upplýsingar um veiðisvæðið, möguleika veiðimanna til umsagnar, staðsetningu, kort, fisktegundir, tímabil, stangarfjölda, svo eitthvað sé nefnt. Engar ítarupplýsingar um veiðistað, veiðiá, eða veiðivatn, svo sem upplýsingar um verð, veiðileyfasala, og hvar hægt sé að nálgast veiðileyfi, er innifalið í grunnskráningu.
Gullskráning innifelur ýmislegt til að gera veiðistaðinn sýnilegri þinn, vinsælli, og auka sölu veiðileyfa!
Meðal annars innifelur Gullskráning allar ítarupplýsingar um veiðistaðinn þinn, sértæka hliðarstiku með ýmsum hagnýtum upplýsingum fyrir veiðimenn, tengingu inn á sölusíðu eða aðrar upplýsingar um hvernig og hvar veiðileyfi eru seld, tenging í veiðikort og/eða veiðistaðalýsingar, ýmislegt aukaefni s.s. tengingar við myndklippur, blog síður, myndaalbúm, ábendingar um vinsælar flugur, veðrið.
Einnig er tenging við Facebook síðu Veiðistaðavefjarins þar sem veiðistaðurinn þinn er kynntur reglulega, Google leitarvélabestun, sértæk upplýsingarsíða fyrir veiðileyfasala/veiðiréttarhafa, stöðugar uppfærslur, og svo miklu fleira.
Dæmi um Gullskráða veiðistaði: