Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Vestfjörðum

Silungsveiði á Vestfjörðum

Skálmardalsá

Skálmardalsá er í Skálmardal á Barðaströnd í um 280 km fjarlægð frá Reykjavík og á upptök sín á hálendinu ofan Gæsadals. Þetta er ákaflega gjöful og vinsæl sjóbleikjuá þar sem veitt er á þrjár stangir út stutt tímabilið sem spannar einungis um 6 vikur ár hvert, frá miðjum júlí og til loka ágúst, í 12 klst dag hvern. Mikil veiði ...

Lesa meira »

Fellsá í Strandarsýslu

Fellsá er í Strandasýslu í um 240 km fjarlægð frá Reykjavík og í um 30 km fjarlægð frá Hólmavík. Fellsá á upptök sín á Steinadalsheiði og rennur til sjávar í botni Kollafjarðar. Á leiðinni niður af Steinadalsheiði heitir áin nokkrum nöfnum. Efst heitir hún Þórarinsá, þar á eftir Steinadalsá, og svo Fellsá. Áin er fiskgeng um 6 km kafla og ...

Lesa meira »

Miðdalsá í Steingrímsfirði

Miðdalsá í Steingrímsfirði er skemmtileg á í Kirkjubólshreppi, Strandasýslu. 230 km fjarlægð frá Reykjavík og einungis í um 12 km fjarlægð frá Hólmavík. Hún á upptök sín í litlum tjörnum í um 330 metrum yfir sjávarmáli og rennur um fallegt umhverfi í Steingrímsfjörð sunnanverðan. Áin er fjölbreytt, hægfljótandi litlar breiður og hraðfljótandi strengi. Efst í dalnum er gil og foss ...

Lesa meira »

Selá í Steingrímsfirði

Selá í Steingrímsfirði er í Strandasýslu á mörkum Hrófbergshrepps og Kaldrananesshrepps í um 275 km fjarlægð frá Reykjavík og einungis í um 15 km fjarlægð frá Hólamvík. Þetta er ein af vatnsmestu ám á Vestfjörðum með meðalrennsli í kringum 16 rúmm. / sek og á upptök sín á Ófeigsfjarðarheiði í um 500 metrum yfir sjávarmáli. Mestmegnis veiðist bleikja í Selá ...

Lesa meira »

Bjarnarfjarðará

Bjarnarfjarðará er afar vinsæl sjóbleikjuá sem er staðsett í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu í um 300 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 30 km fjarlægð frá Hólmavík. Talið er að upptök árinnar sé að finna í Goðadalsvötnum, en þaðan rennur Goðadalsá sem sameinst svo Sunnudalsá og verður að Bjarnafjarðará. Þetta er mjög fallegt 7 km veiðisvæði með ágætu aðgengi að flestum ...

Lesa meira »

Syðridalsvatn við Bolungarvík

Syðridalsvatn

Syðridalsvatn er í Bolungavík við Ísafjarðardjúp og er um 1 km2 að stærð og liggur um 3 metra fyrir ofan sjávarmál. Leiðin til Bolungavíkur er um 470 km. ef ekið er um Arnkötludal, á bundnu slitlagi frá Reykjavík. Þaðan eru aðeins nokkrir km í Syðridalsvatn. Syðridalsvatn er mjög gott veiðivatn en mikið af sjógengnum fiski, s.s. sjóbleikju, sjóbirtingi og laxi ...

Lesa meira »

Vatnsdalsvatn í Vatnsfirði

Vatnsdalsvatn er í Vatnsfirði á Barðaströnd og er um 2,2 km2 að flatarmáli, 8 m. yfir sjávarmáli og er mesta dýpi um 30 m. Vatnið er um 2,6 km. að lengd og um 1 km. þar sem það er breiðast. Mjög aðdjúpt er vestan megin við Vatnsdalsvatn en aðgrynnra að austan. Talað er um að þetta svæði sé með þeim ...

Lesa meira »

Sauðlauksdalsvatn

Sauðlauksdalsvatn

Sauðlauksdalsvatn er í Vestur-Barðastrandasýslu á Vestfjörðum, í nágrenni Patreksfjarðar. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 380 km og 28 km frá Patreksfirði.   Með því að taka ferjuna Baldur yfir Breiðafjörð er hægt að stytta vegalengdina til muna, eða um 150 km. Sauðlauksdalsvatn er um 0,35 km2 að flatarmáli og stendur í um 10m hæð yfir sjó.  Gott aðgengi er að ...

Lesa meira »

Berufjarðarvatn

Berufjarðarvatn - Veiðistaðavefurinn

Berufjarðarvatn er frekar lítið vatn í um 215 km fjarlægð frá Reykjavík sem stendur við Bjarkarlund við Berufjörð í Reykhólahreppi, í Austur-Barðastrandasýslu. Það stendur við Vestfjarðaveg og er í alfaraleið fyrir þá sem ætla að heimsækja suðurfirði Vestfjarða. Að flatarmáli er það einungis um 0,14 km2 og stendur það í um 50 metrum yfir sjávarmáli. Mesta mælda dýpt vatnsins er ...

Lesa meira »

Fjarðarhornsá á Barðaströnd

Fjarðarhornsá

Fjarðarhornsá er á Barðaströnd á Vestfjörðunum í um 270 km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 128 km fjarlægð frá Patreksfirði. Efstu upptök hennar er á hálendinu á Kollafjarðarheiði, og fellur til sjávar innst í Kollafirði eftir að hafa runnið niður Fjarðarhornsdal. Fjarðarhornsá er flokkuð sem laxveiðiá, en þar sem hún er nokkuð köld er hún nokkuð góð bleikjuá einnig, ...

Lesa meira »

Ísafjarðará

Ísafjarðará er í botni Ísafjarðar í um 295 km fjarlægð frá Reykjavík, en um 155 km fjarlægð frá Ísafjarðarbæ. Þetta er frekar stutt og köld á sem heldur laxi. Í ánni er einnig falleg bleikja. Í ánni eru nokkrir fallegir veiðistaðir, og er aðkoma nokkuð góð fyrir flesta bíla. Ekki er mælt með að fara langt inneftir með ánni ef ...

Lesa meira »

Hrófbergsvatn & Fitjavatn

Hrófbergsvatn er í Hrófbergshreppi í Strandasýslu í tæplega 290 km fjarlægð frá Reykjavík og um 10 km fjarlægð frá Hólmavík. Þetta er ákaflega djúpt vatn, um 0.30 km² að flatarmáli og liggur í 161 m yfir sjávarmáli. Hægt er að komast að vatninu um jeppaslóða frá þjóðvegi 61 sem liggur um Steingrímsfjörð. Fitjavatn er við hlið Hrófbergsvatn, en þetta er ...

Lesa meira »

Vatnsdalsá í Vatnsfirði

Vatnsdalsá er nokkuð vatnsmikil á í Vatnsfirði á Barðaströnd í um 340 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnsdalsá á upptök sín í Öskjuvatni rennur í Vatnsdalsvatn og er um 2.5 km löng. Hún rennur svo aftur úr Vatnsdalsvatni til sjávar í um 1 km vegalengd. Mest veiðist af laxi í ánni, en eitthvað af bleikju og sjóbirtingi en í henni er ...

Lesa meira »