fbpx
Svæði sem vert er að skoða
Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Norðurlandi

Silungsveiði á Norðurlandi

Tjarnará á Vatnsnesi

Tjarnará á Vatnsnesi - Veiðistaðavefurinn

Tjarnará er utarlega á vestanverðu Vatnsnesi í um 222 km fjarlægð frá Reykjavík, en Vatnsnes er hálendur skagi milli Miðfjarðar og Húnafjarðar. Áin fellur um 15 km vegalegd um Þorgrímsstaðardal frá upptökum sínum í Vatnsnesfjalli. Tjarnará heitir í raun Tunguá þegar hún fellum um Þorgrímsstaðardal, en breytir svo um nafn og fellur til sjávar sem Tjarnará. Þessi viðkvæma dragá getur ...

Lesa meira »

Sigríðarstaðavatn

Sigríðarstaðavatn er í botni Húnaflóa, vestan við Hópið, í Vestur- Húnavatnssýslu, í um 220 km fjarlægð frá Reykjavík. Þetta er allstórt og langt vatn, en fremur grunnt og flatarmálið er um 5 km2. Vatnið er opið til hafs og gætir þarna flóðs og fjöru. Sjóbleikja og sjóbirtingur eru í vatninu, en samkvæmt heimildum ollu breytingar á ósnum því að veiði ...

Lesa meira »

Miðfjarðarvatn

Miðfjarðarvatn - Veiðistaðavefurinn

Miðfjarðarvatn er staðsett rétt austan við Miðfjarðará í Línakradal í Vestur-Húnavatnssýslu. Þetta er þokkalega stórt vatn, um 1.10 km2 að flatarmáli, en töluvert grunnt, og situr það í tæplega 100 metrum yfir sjávarmáli. Vatnið liggur rétt sunnan við þjóðveg 1, og er fjarlægðin frá Reykjavík um 190 km, en einungis er skotspölur í vatnið frá Hvammstanga, eða einungis um 9 ...

Lesa meira »

Eyjafjarðará

Eyjafjarðará - Veiðistaðavefurinn

Eyjafjarðará fellur í Pollinn á Akureyri í botni Eyjafjarðar, í um 390 km fjarlægð frá Reykjavík, eftir að hafa runnið úr botni dalsins, þar sem hún á upptök sín, og norður eftir Eyjafjarðardalnum, alls um rúmlega 60 km vegalengd. Á leið sinni niður úr dalnum eru fjölmargir lækir sem renna úr fjöllunum í kring og sameinast ánni og gera ánna ...

Lesa meira »

Brunná í Öxarfirði

Brunná - Veiðistaðavefurinn

Brunná staðsett í Öxarfirði í um 550 km fjarlægð frá Reykjavík, sem er sameinað vatnsfall þriggja áa, Gilsbakkaá, Tunguá og Smjörhólsá. Af þessum þremur má flokka Gilsbakkaá sem aðalánna, en hún er dragá á upptök sín frá Laufskálafjallgarði. Upptök Tunguár, og Smjörhólsár er sunnan með Tungufjalli og flokka sem lindár að mestu leiti, en þessar 2 ár sameinast og mynda ...

Lesa meira »

Hörgá

Hörgá - Mynd: Magni Þrastarson

Hörgá er sameinað vatnsfall Öxnadalsáar og Hörgár í Hörgárdal í Eyjafirði í um 380 km fjarlægð frá Reykjavík, en einungis í skotspöl frá Akureyri, eða í um 12 km vegalengd. Frá ármótum Hörgár og Öxnadalsáar er áin um 17 km löng allt að ós við Eyjafjörð, en á leiðinni eru margir lækir og sprænur sem sameinast ánni. Frá upptökum er ...

Lesa meira »

Gljúfurá í Húnavatnssýslu

Gljúfurá í Húnavatnssýslu

Gljúfurá er tveggja stanga bergvatnsá í Húnaþingi á Norðvesturlandi, í um 250 km fjarlægð frá Reykjavík, mitt á milli Víðidals og Vatnsdals, og í raun skilur á milli A-Húnavatnssýslu og V-Húnavatnssýslu. Áin rennur um hrikalegt umhverfi frá upptökum sínum í sunnanverðu Víðdalsfjalli, í um 28 km vegalengd og fellur í Hópið. Áin er hinsvegar fiskgeng um 10 km vegalengd frá ...

Lesa meira »

Mýrarkvísl í Reykjahverfi

Mýrarkvísl

Mýrarkvísl er í mikilli náttúrufegurð í Reykjahverfi við Húsavík í um 465 km fjarlægð frá Reykjavík, en í einungis um 10 km fjarlægð frá Húsavík. Þetta er dragá, með drjúgum lindáreinkennum, og er ekki mjög stór. Hún á upptök sín í Langavatni og er um 25 km vegalengd frá vatni og niður að ósi við Laxá í Aðaldal, en áin ...

Lesa meira »

Fjarðará í Hvalvatnsfirði 5/5 (1)

Fjarðará er skemmtileg fjögurra stanga sjóbleikjuá sem rennur í Hvalvatnsfjörð, en Hvalvatnsfjörður er einn nyrsti fjörðurinn á skaganum á milli Skjálfandaflóa og Eyjafjarðar í um 444 km fjarlægð frá Reykjavík, en um 62 km fjarlægð frá Akureyri. Áin heitir í raun Fjarðará bara síðasta spölinn til sjávar, eftir að Gilsá og Þverá hafa sameinast við bæinn Gil, en þangað er ...

Lesa meira »

Svarfaðadalsá í Eyjafirði

Svarfaðadalsá

Svarfaðadalsá er í Svarfaðadal utarlega í Eyjafirði í um 410 km fjarlægð frá Reykjavík og í rúmlega 40 km fjarlægð frá Akureyri. Frá Dalvík er þetta einungis skotspölur. Svarfaðadalsá á upptök sín á miðjum Tröllaskaga, og er hægt að segja að þessi veiðiperla Eyjafjarðar sé ein af þessum vanmetnu veiðiám, enda er Svarfaðadalsá mikil og góð sjóbleikjuá þar sem einnig ...

Lesa meira »