Áhugaverð svæði
Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Norðurlandi

Silungsveiði á Norðurlandi

Víðdalsá – silungasvæði

Víðidalsá er bergvatnsá sem rennur um Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu og er ein þekktasta og besta laxveiðiá landsins, í um 210 km fjarlægð fá Reykjavík. Áin er dragá sem á upptök á Víðidalstunguheiði og Stórasandi og heitir ein upptakakvíslin þar Dauðsmannskvísl. Silungasvæði Vídalsár er neðsti hluti árinnar áður en hún rennur í Hópið, en þaðan fellur svo Bergós til sjávar. Þetta ...

Lesa meira »

Skjaldbreiðarvatn – Skagaheiði

Skjaldbreiðarvatn er á Skagaheiði, en Skagaheiði er stórkostlegt land sem fáir þekkja, þar er töfrandi fegurð og heillandi möguleikar til útivistar. Landslagið er tiltölulega lágt, yfirleitt undir tvö hundruð metrum. Stórar klettaborgir breiða víða úr sér og í lægðum á milli þeirra eru veiðivötnin sem vart eiga sinn líka hér á landi. Vegalengd frá Reykjavík er um 340 km +/- ...

Lesa meira »

Langavatn – Skagaheiði

Langavatn er á Skagaheiði, en Skagaheiði er stórkostlegt land sem fáir þekkja, þar er töfrandi fegurð og heillandi möguleikar til útivistar. Landslagið er tiltölulega lágt, yfirleitt undir tvö hundruð metrum. Stórar klettaborgir breiða víða úr sér og í lægðum á milli þeirra eru veiðivötnin sem vart eiga sinn líka hér á landi. Vegalengd frá Reykjavík er um 340 km +/- ...

Lesa meira »

Vesturhópsvatn

Vesturhópsvatn er staðsett  í Þverárhreppi í V.-Húnaþingi í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 10.3 km2 at stærð og í um 19 metra hæð yfir sjávarmáli. Það hefur verið mælt dýpst um 28 metrar. Vatnið er í afar fögru umhverfi og yfir austurhluta þess gnæfir Borgarvirki sem er blágrýtisstapi, 177 metra hár. Þar eru rústir af fornu ...

Lesa meira »

Hrolleifsdalsá

Hrolleifsdalsá er í Hrolleifsdal sem liggur til suðausturs inn í Tröllaskagafjallgarðinn upp frá Sléttuhlíð við austanverðan Skagafjörð. Dalurinn er sagður kenndur við Hrolleif landnámsmann. Áin fellur í Skagafjörð austanverðan í um 18 km fjarlægð frá Hofsóss, og rétt fyrir sunnan kirkjustaðinn Fell í Sléttuhlíð. Þessi á er afar skemmtileg með sjóbleikju, urriða og laxavon. Þarna er veitt með 3 stöngum ...

Lesa meira »

Hjaltadalsá og Kolka

Hjaltadalsá og Kolka er um 300 km frá Reykjavík, í norðanverðum Skagafirði, í nágrenni Hofsóss og Hóla í Hjaltadal. Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá eru gjöfular sjóbleikjuár í fallegu og sögulegu umhverfi við Hóla í Hjaltadal. Árnar sameinast fyrir neðan þjóðveg og heitir sameiginlegt vatnsfall þeirra Kolka og ósinn Kolkuós. Árnar eru straummiklar og halda vatni mjög vel yfir veiðitímann. Skemmtilegar ár ...

Lesa meira »

Laxá í Mývatnssveit

Laxá í Mývatnssveit er í um 90 km fjarlægð frá Akureyri og í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Húsavík. Um er að ræða efra svæðið sem nær yfir þann hluta árinnar er tilheyrir Mývatnssveit og efsta hluta Laxárdals. Því hefur verið haldið fram að þessi svæði séu ein bestu urriðaveiðisvæði í heiminum enda veiðast þarna þúsundir urriða á sumri í ...

Lesa meira »

Laxá í Laxárdal

Laxá í Laxárdal er í um 90 km fjarlægð frá Akureyri og í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Húsavík. Um er að ræða neðra svæðið er í Laxárdal en það nær yfir meirihluta Laxárdals eða frá veiðimörkum neðst á veiðisvæði Laxár í Mývatnssveit, frá og með Ljótsstaðabakka og niður undir Laxárvirkjun. Það hefur verið fullyrt að þessi svæði séu ein ...

Lesa meira »

Staðartorfa og Múlatorfa

Veiðisvæðin í Staðartorfu og Múlatorfu eru efst í Aðaldal, neðan Laxárvirkjunnar, en þetta er sannkölluð paradís silungsveiðimannsins í afskaplega fögru umhverfi. Svæðin eru í um 90 km fjarlægð frá Akureyri, og í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Húsavík. Hér er silungsveiðimaðurinn á heimavelli og má búast við góðri urriðaveiði. Þegar líður á sumarið kemur lax inn á svæðin og veiðast ...

Lesa meira »

Svínavatn í Húnavatnssýslu

Svínavatn er í Húnavatnshreppi í A- Húnavatnssýslu í nágrenni við Blönduós. Það er um 12km2 að stærð, í 130 m. hæð yfir sjávarmáli og mesta dýpi þess er 30 metrar. Frá Reykjavík eru um 240 km í vatnið en farið er út af þjóðvegi nr. 1 við þjóðveg 724 og þaðan eru um 9 km. að vatninu. Veiðisvæðið er fyrir ...

Lesa meira »