Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Norðurlandi

Silungsveiði á Norðurlandi

Víðdalsá – silungasvæði

Víðidalsá er bergvatnsá sem rennur um Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu og er ein þekktasta og besta laxveiðiá landsins, í um 210 km fjarlægð fá Reykjavík. Áin er dragá sem á upptök á Víðidalstunguheiði og Stórasandi og heitir ein upptakakvíslin þar Dauðsmannskvísl. Silungasvæði Vídalsár er neðsti hluti árinnar áður en hún rennur í Hópið, en þaðan fellur svo Bergós til sjávar. Þetta ...

Lesa meira »

Skjaldbreiðarvatn – Skagaheiði

Skjaldbreiðarvatn er á Skagaheiði, en Skagaheiði er stórkostlegt land sem fáir þekkja, þar er töfrandi fegurð og heillandi möguleikar til útivistar. Landslagið er tiltölulega lágt, yfirleitt undir tvö hundruð metrum. Stórar klettaborgir breiða víða úr sér og í lægðum á milli þeirra eru veiðivötnin sem vart eiga sinn líka hér á landi. Vegalengd frá Reykjavík er um 340 km +/- ...

Lesa meira »

Langavatn – Skagaheiði

Langavatn er á Skagaheiði, en Skagaheiði er stórkostlegt land sem fáir þekkja, þar er töfrandi fegurð og heillandi möguleikar til útivistar. Landslagið er tiltölulega lágt, yfirleitt undir tvö hundruð metrum. Stórar klettaborgir breiða víða úr sér og í lægðum á milli þeirra eru veiðivötnin sem vart eiga sinn líka hér á landi. Vegalengd frá Reykjavík er um 340 km +/- ...

Lesa meira »

Vesturhópsvatn

Vesturhópsvatn er staðsett  í Þverárhreppi í V.-Húnaþingi í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnið er um 10.3 km2 at stærð og í um 19 metra hæð yfir sjávarmáli. Það hefur verið mælt dýpst um 28 metrar. Vatnið er í afar fögru umhverfi og yfir austurhluta þess gnæfir Borgarvirki sem er blágrýtisstapi, 177 metra hár. Þar eru rústir af fornu ...

Lesa meira »

Hrolleifsdalsá

Hrolleifsdalsá er í Hrolleifsdal sem liggur til suðausturs inn í Tröllaskagafjallgarðinn upp frá Sléttuhlíð við austanverðan Skagafjörð. Dalurinn er sagður kenndur við Hrolleif landnámsmann. Áin fellur í Skagafjörð austanverðan í um 18 km fjarlægð frá Hofsóss, og rétt fyrir sunnan kirkjustaðinn Fell í Sléttuhlíð. Þessi á er afar skemmtileg með sjóbleikju, urriða og laxavon. Þarna er veitt með 3 stöngum ...

Lesa meira »

Hjaltadalsá og Kolka

Hjaltadalsá og Kolka er um 300 km frá Reykjavík, í norðanverðum Skagafirði, í nágrenni Hofsóss og Hóla í Hjaltadal. Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá eru gjöfular sjóbleikjuár í fallegu og sögulegu umhverfi við Hóla í Hjaltadal. Árnar sameinast fyrir neðan þjóðveg og heitir sameiginlegt vatnsfall þeirra Kolka og ósinn Kolkuós. Árnar eru straummiklar og halda vatni mjög vel yfir veiðitímann. Skemmtilegar ár ...

Lesa meira »

Laxá í Mývatnssveit

Laxá í Mývatnssveit er í um 90 km fjarlægð frá Akureyri og í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Húsavík. Um er að ræða efra svæðið sem nær yfir þann hluta árinnar er tilheyrir Mývatnssveit og efsta hluta Laxárdals. Því hefur verið haldið fram að þessi svæði séu ein bestu urriðaveiðisvæði í heiminum enda veiðast þarna þúsundir urriða á sumri í ...

Lesa meira »

Laxá í Laxárdal

Laxá í Laxárdal er í um 90 km fjarlægð frá Akureyri og í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Húsavík. Um er að ræða neðra svæðið er í Laxárdal en það nær yfir meirihluta Laxárdals eða frá veiðimörkum neðst á veiðisvæði Laxár í Mývatnssveit, frá og með Ljótsstaðabakka og niður undir Laxárvirkjun. Það hefur verið fullyrt að þessi svæði séu ein ...

Lesa meira »

Staðartorfa og Múlatorfa

Veiðisvæðin í Staðartorfu og Múlatorfu eru efst í Aðaldal, neðan Laxárvirkjunnar, en þetta er sannkölluð paradís silungsveiðimannsins í afskaplega fögru umhverfi. Svæðin eru í um 90 km fjarlægð frá Akureyri, og í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá Húsavík. Hér er silungsveiðimaðurinn á heimavelli og má búast við góðri urriðaveiði. Þegar líður á sumarið kemur lax inn á svæðin og veiðast ...

Lesa meira »

Svínavatn í Húnavatnssýslu

Svínavatn er í Húnavatnshreppi í A- Húnavatnssýslu í nágrenni við Blönduós. Það er um 12km2 að stærð, í 130 m. hæð yfir sjávarmáli og mesta dýpi þess er 30 metrar. Frá Reykjavík eru um 240 km í vatnið en farið er út af þjóðvegi nr. 1 við þjóðveg 724 og þaðan eru um 9 km. að vatninu. Veiðisvæðið er fyrir ...

Lesa meira »

Vestmannsvatn í Suður-Þingeyjarsýslu

Vestmannsvatn er á mörkum Reykjadals og Aðaldals í Suður-Þingeyjarsýslu, er um 2.4 km2 að flatarmáli og um þriggja metra djúpt að meðaltali. Mesta dýpi er um 10 m. Vestmannsvatn er í um 455 km fjarlægð frá Reykjavík og er staðsett um 26 km suður af Húsavík. Vestmannsvatn liggur við þjóðveg nr. 845. Í vatninu er aðallega bleikja og urriði sem ...

Lesa meira »

Sléttuhlíðarvatn í landi Hrauns

Sléttuhlíðarvatn er við þjóðveg 76, rétt norðan við Hofsós og er jafnframt um hálftíma akstur frá Siglufirði. Sléttuhlíðarvatn er í um 360 km fjarlægð frá Reykjavík, 21 km frá Hofsósi og 50 km frá Sauðárkróki. Sléttuhlíðarvatn er 0,76 km2 að stærð og í 14 m. hæð yfir sjávarmáli. Í vatninu eru bæði sjógengnir og staðbundnir fiskar og veiðist sjóbleikja og ...

Lesa meira »

Ljósavatn í S-Þingeyjasýslu

Ljósavatn

Ljósavatn er í Ljósavatnsskarði, Suður-Þingeyjarsýslu, rétt austan við Akureyri, er í 105 m hæð yfir sjávarmáli og mælist um 3,2 km2 að flatarmáli. Mesta dýpi er um 35m og er meðaldýpi um 10 m. Ljósavatn er mjög vinsælt meðal veiðimanna og mjög hentugt fyrir fjölskyldur. Þjóðvegur 1 liggur meðfram vatninu. Í Ljósavatn falla margir lækir og má þar nefna Geitá ...

Lesa meira »

Kringluvatn í Suður-Þingeyjarsýslu

Kringluvatn er í Suður-Þingeyjarsýslu og er u.þ.b. 0,6 km2 að stærð og í tæplega 270 m. yfir sjávarmáli. Úr vatninu fellur Geitafellsá í Langavatn. Mesta dýpi er um 12 m. Mjög góð dorgveiði er einnig í vatninu og geta korthafar veitt allt árið. Vatnið er mjög barnvænt.Vatnið í um 440 km. frá Reykjavík og tæplega 40 km. fjarlægð frá Húsavík. ...

Lesa meira »

Arnarvatn á Melrakkasléttu

Arnarvatn er eitt þriggja vatna  innan Veiðikortsins á Melrakkasléttu. Hin vötnin eru Hraunhafnarvatn, og Æðarvatn. Þessi vötn eru í Norðurþingi á Melrakkasléttu, og er Arnarvatn ferkar smátt og grunnt, eða 1 km² að stærð. Mesta dýpt er um 3 m. Fjarlægð er um 610 km. frá Reykjavík sé farið um Hólaheiði og 5-10 km. frá Raufarhöfn. Fyrir þá sem ætla í Arnarvatn þá er töluverð ganga þangað ...

Lesa meira »

Æðarvatn á Melrakkasléttu

Æðarvatn

Æðarvatn er eitt þriggja vatna innan Veiðikortsins á Melrakkasléttu. Hin vötnin eru Hraunhafnarvatn, og Arnarvatn. Þessi vötn eru í Norðurþingi á Melrakkasléttu, og er Æðarvatn ferkar smátt og grunnt, eða 0.8 km² að stærð. Mesta dýpt er um 3 m. Fjarlægð er um 610 km. frá Reykjavík sé farið um Hólaheiði og 5-10 km. frá Raufarhöfn. Varðandi Æðarvatn þá liggur þjóðvegurinn rétt ofan við nyrðri enda ...

Lesa meira »

Hraunhafnarvatn á Melrakkasléttu

Hraunhafnarvatn er stærst þriggja vatna innan Veiðikortsins á Melrakkasléttu. Hin vötnin eru Æðarvatn, og Arnarvatn, sem eru mun smærri en Hraunhafnarvatn. Þessi vötn eru í Norðurþingi á Melrakkasléttu, og er Hraunhafnarvatn 3,4 km² að stærð, er dýpst um 3 m og liggur í 2 m hæð yfir sjávarmáli. Hraunhafnará rennur í suðurenda vatnsins og frárennslið er um lágt eiði, sem kallast Hestamöl. Þjóðvegur nr. ...

Lesa meira »

Ölvesvatn – Skagaheiði

Ölvesvatn

Ölvesvatn (vatnasvæði Selár) er á Skagaheiði, í Skefilsstaðahreppi í Skagafirði í um 340 km fjarlægð frá Reykjavík og um 40 km fjarlægð frá Sauðárkróki. Aðkoman að vatninu er eftir um 6 km löngum jeppaslóða frá afleggjaranum við Hvalsnes og að Ölvesvatni. Ölvesvatn er langstærsta vatnið á vatnasvæði Selár, um 2,8 km2 að stærð og nokkuð djúpt. Veiði er heimil á ...

Lesa meira »

Skjálfandafljót – silungasvæði

Skjálfandafljót silingasvæði - Veiðistaðavefurinn

Skjálfandafljót er jökulfljót sem á upptök sín í Vonarskarði sem er á milli Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls og fellur til sjávar í Skjálfanda. Fljótið er í um 450 km fjarlægð frá Reykjavík, í um 27km fjarlægð frá Húsavík, og er um 180 kílómetra langt og er það því fjórða lengsta vatnsfall á Íslandi. Vatnið í fljótinu er ekki eingöngu jökulvatn. Ýmsar ...

Lesa meira »

Urðarselstjörn – Skagaheiði

Urðarselstjörn - Veiðistaðavefurinn

Malarvegur er frá Skagaströnd og fyrir Skaga. Hann tengir saman bæi sem allflestir eru við ströndina. Upp að veiðivötnum liggja víða jeppaslóðar. Örfáir þeirra eru vel færir, jafnvel fyrir fólksbíla, en um aðra þarf að aka á fjórhjóladrifsbílum og svo eru sumir ekkert annað en troðningar sem auðveldlega geta spillst í rigningartíð. Vart þarf að geta þess að allur akstur ...

Lesa meira »