Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Hálendi / Veiðitjörn – Arnavatnsheiði
  • Veiðitjörn á Arnarvatnsheiði

    Einn fallegasti veiðistaður á Arnavatnsheiði

Veiðitjörn – Arnavatnsheiði

Arnarvatnsheiði - Veiðistaðavefurinn

Veiðitjörn hefur oft verið sagður einn fallegasti veiðistaður á Arnavatnsheiði, en þetta er tiltölulega…

Umsögn Veiðistaðavefsins

Verð veiðileyfa
Aðkoma að vatninu
Umhverfi
Almenn ánægja

Sæmilegt

Umsögn : Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.

.

Veiðitjörn er á Arnarvatnsheiði en Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru miklir heiðarflákar upp af Miðfirði og Hrútafirði, og þekja gríðarstórt landsvæði á hálendinu. Heiðarnar búa yfir mikilli gróðursæld, eru góð beitilönd, og fuglalíf er þar mikið.

Þarna eru gríðarlegur fjöldi vatna, ár og lækjarsprænur, og eru vötnin svo mörg að hægt er að segja þau vera óteljandi, líkt og stjörnurnar á himnum. Í flestum vötnunum, ám og lækjum er nokkuð mikil og góð fisksæld, en í sumum meiri en öðrum, eins og gengur og gerist.

Veiðitjörn hefur oft verið sagður einn fallegasti veiðistaður á Arnavatnsheiði, en þetta er tiltölulega lítið, 0.30 km2 vatn sem liggur norð-austan við Arnarvatn litla og Arfavötn. Veiðitjörn liggur í 510 metrum yfir sjávarmáli og úr því rennur Veiðitjarnarlækur í Arfavatn neðra, en þess má geta að í læknum sjálfum er hægt að gera nokkuð góða veiði þó ekki sé mikið vatn í honum.
Í Veiðitjörn rennur lítill lækur sem á upptök sín í Leggjabrjótum sem er nokkuð norðan við vatnið.

Í Veiðitjörn er oftast hægt að gera nokkuð góða veiði, en í vatninu er bæði bleikja og urriði og geta fiskarnir orðið vel vænir. En eins og á svo mörgum stöðum getur veiðin vissulega verið upp og ofan. Menn hafa lent á dauðum dögum, en þegar hann gefur, þá gefur hann ríkulega.

Síðsumars getur botngróður í vatninu orðið nokkuð til trafala, en aukning á gróðri í vatninu hefur orðið undanfarin ár.

Að vatninu liggur torfærinn og mjög hægfara jeppaslóði, en einnig er hægt að leggja bílnum við Arnarvatn litla, og ganga upp með Veiðitjarnarlæk, en þetta er um 3 km vegalengd.


Veiðitjörn – vinsælar flugur:

x

Check Also

Leggjabrjótstjarnir Arnavatnsheiði - Veiðistaðavefurinn

Leggjabrjótstjarnir – Arnavatnsheiði

Leggjabrjótstjarnir eru á Arnarvatnsheiði en Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru miklir heiðarflákar upp af Miðfirði og Hrútafirði, og þekja gríðarstórt landsvæði á hálendinu. Heiðarnar búa yfir ...