Selá í Álftafirði er tveggja stanga 15 km löng dragá í um 500 km fjarlægð frá Reykjavík og í um 63 km fjarlægð frá Höfn í Hornafirði. Hún rennur um Starmýrardal til sjávar í Álftafirði fyrir austan Þvottárskriður.
Umhverfi Selár er einstaklega fagurt þar sem hún hlykkjast um gljúfur og fjölbreytt fallegt svæði.
Áin er fiskgeng um 9 km vegalengd og er með um 20 merkta veiðistaði sem veiddir hafa verið á 2 stangir út tímabilið sem nær frá 1. júlí til 30. september. Eingöngu er leyfð fluguveiði í Selá í Álftafirði.
Í ánni er náttúrulegur laxastofn og hefur verið talið að hrygningar- og uppeldisaðstæður séu nokkuð góðar í ánni.
Ekki eru seld veiðileyfi í ánna sem stendur en núverandi leigutakar ætla sér að byggja upp ánna og eru háleitar áætlanir um sjálfbæra ræktun árinnar.
Stefnt er að tilraunaveiði í ánni jafnvel á næstu 2 árum.
Við ósa árinnar eru þó nokkrar göngur af sjóbleikju auk þess sem sjóbirtingur veiðist hér líka.
Til að komast í veiðihúsið er ekið framhjá Höfn í Hornafirði á þjóðvegi 1 þar til komið er í Álftafjörð. Svo er beygt til vinstri að Múla 3 eftir að hafa keyrt í um það bil 10 km frá brúnin yfir Selá. Þetta er tveggja hæða hús klætt með bárujárni.
Veiddum á 2 stangir, 17-19. júlí 2011. Ofboðslega fallegt svæði, flottir hylir og strengir. Ekki mikið af fiski í ánni þegar við fórum, enduðum þó með 3, átta punda laxa. Færi sannarlega oftar ef það væri ekki þetta langt að keyra frá R-vík.
Kjartan Pálmason