Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Hálendi / Veiðivötn – Breiðavatn

Veiðivötn – Breiðavatn

Breiðavatn er eitt af vötnum í Veiðivötnum, sem óhætt er að segja að sé ein rómuðustu, gjöfulustu, og frægustu veiðivötn landsins.
Um er að ræða vatnaklasa í Landmannaafrétti sem samanstendur af allt að 50 vötnum, sem mörg hver eru sprengigígar. Um er að ræða bæði lítil sem stór vötn sem eru í um 570 ~ 590 metrum yfir sjávarmáli.
Flestir telja veiðivatnasvæðið eitt það fallegasta á landinu.

Breiðavatn

Breiðavatn, er fallegt 0.32 km2 vatn í jaðri Breiðavers. Þetta vatn er í 563 m hæð yfir sjávarmáli og fremur grunnt, með meðaldýpi um 2.8 m. Þó er að finna djúpa staði sem hafa mest mælst um 15 m djúpir.

Í Breiðavatni er mest af bleikju sem getur orðið allvæn, en einnig er þar ágætur urriði. Gott er að nota litlar púpur, og jafnvel blóðorm, þegar egnt er fyrir bleikjuna.

Veiðistaðir eru nokkrir, en það er um að gera að reyna aðra staði en þá sem merktir eru á korti einnig.

Myndir úr vatninu:

x

Check Also

Veiðitjörn Arnarvatnsheiði - Veiðistaðavefurinn

Veiðitjörn – Arnavatnsheiði

Veiðitjörn hefur oft verið sagður einn fallegasti veiðistaður á Arnavatnsheiði, en þetta er tiltölulega lítið, 0.30 km2 vatn sem liggur norð-austan við Arnarvatn litla og ...