Heim / Spurt og svarað um Veiðistaðavefinn
 • Spurt & svarað

  Allt sem þig vantar að vita um veiðistaðavefinn

 • Spurt & svarað

  Allt sem þig vantar að vita um veiðistaðavefinn

 • Spurt & svarað

  Allt sem þig vantar að vita um veiðistaðavefinn

 • Spurt & svarað

  Allt sem þig vantar að vita um veiðistaðavefinn

Spurt og svarað um Veiðistaðavefinn

Eru ítarupplýsingar um öll veiðisvæði á vefnum?

Nei, einungis eru ítarupplýsingar fyrir þau veiðisvæði sem veiðiréttarhafa og/eða veiðileyfasalar setja inn í samvinnu við Veiðistaðavefinn. Þær skráningar köllum við Gullskráningar. Ekki sjálfgefið að slíkar upplýsingar séu settar inn á öll veiðisvæði.

Markmið Veiðistaðavefsins er hinsvegar að ÖLL veiðisvæði á Veiðistaðavefnum verði gullskráð.

Hvernig get ég gefið mína umsögn og stjörnur?

Að gefa umsögn og stjörnur er einfalt. Neðst á hverri síðu er form þar sem þú getur skráð þína umsögn og gefið þínar stjörnur. Til þess þarftu að gefa upp fullt nafn og tölvupóstfang. Ath. að tölvupóstfangið er eingöngu fyrir okkur hjá Veiðistaðavefnum og er ekki birt neinstaðar.
Heildarstigagjöf er svo birt fyrir aftan veiðistaðanafnið á hverri síðu.

Ég sé stjörnur á myndum sem eru ekki þær sömu og heildarstigagjöfin. Hvað er þetta?

Veiðiréttarhafi og/eða veiðileyfasali getur fengið aðstandendur Veiðistaðavefsins til að taka út veiðisvæði sitt og gefa umsögn.
Stjörnugjöfin og umsögnin er birt sérstaklega á hverri síðu, og einnig er stjörnugjöfin sett inn á forsíðumyndir frá veiðistanum.
Ath. að þessi stigagjöf er sértæk og hefur ekki áhrif á heildarstigagjöf veiðimanna/veiðikvenna.

Það vantar veiðisvæði á vefinn!

Ef þú hefur ábendingu um veiðisvæði sem virðist vanta inn á Veiðistaðavefinn viljum við fá að heyra í þér. Við munum svo skrá veiðisvæðið inn á vefinn.
Öll grunnskráning er án endurgjalds.
Hafðu samband með að fara á þessa síðu og sendu okkur skilaboð. >> Hafa Samband

Ég á blogg, myndklippu, eða flottar myndir sem tengjast veiðistað.
Get ég fengið það tengt við veiðistaðinn?

Vissulega, og við fögnum öllu efni sem hægt er að tengja við veiðisvæðin. Veiðistaðavefurinn er gerður til að hafa allt á sama stað, hversu lítið sem það er.
Við viljum því endilega heyra frá þér ef þú hefur ábendingu um efni, eða átt efni sem hægt er að tengja við veiðisvæði.

Ég sé veiðisvæði á vefnum sem ég er veiðiréttarhafi eða veiðileyfasali að, og vill verða sýnilegri. Hvernig fer ég að?

Til að verða sýnilegri, og fá alla ýtarskráningu þarf að ganga frá Gullskráningu að Veiðistaðavefnum.
Hafðu samband við okkur frá ‘Gullskráningar‘ síðunni, sendu okkur línu með tölupósti á info@veidistadir.is, eða bjallaðu í síma 8591433.
Við munum senda þér kynningu og ganga frá ítarskráningu í samvinnu við þig fljótt og örugglega.

Hvað innifelur Gullskráning í sér?

Gullskráning innifelur ýmislegt til að gera veiðistaðinn sýnilegri, vinsælli, og auka sölu veiðileyfa.
Meðal annars innifelur Gullskráning allar ítarupplýsingar um veiðistað, sértæka hliðarstiku með ýmsum hagnýtum upplýsingum fyrir veiðimenn, tengingu inn á sölusíðu eða aðrar upplýsingar um hvernig veiðileyfi séu seld, tenging í veiðikort og/eða veiðistaðalýsingar, ýmislegt aukaefni s.s. tengingar við myndklippur, blog síður, myndaalbúm, ábendingar um vinsælar flugur, veðrið. Einnig er tenging við Facebook síðu Veiðistaðavefjarins þar sem veiðistaðurinn er kynntur reglulega, Google leitarvélabestun, sértæk síða fyrir veiðileyfasala/veiðiréttarhafa, stöðugar uppfærslur, og svo miklu fleira.

Við eigum ekki veiðikort af veiðistaðnum okkar. Getið þið hjálpað?

Í þeim tilvikum sem ekkert veiðikort er til af veiðistaðnum getum við hjá Veiðistaðavefnum aðstoðað við að útbúa kort af staðnum sem veiðimenn geta svo notað við veiðarnar. Þessi þjónusta er gegn vægu gjaldi.
Hafðu samband við okkur og við skoðum málið með þér.