Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Hálendi / Veiðivötn – Nýjavatn

Veiðivötn – Nýjavatn

Veiðivötn - veidistadir.is

Nýjavatn er í Veiðivötnum sem óhætt er að segja að séu ein rómuðustu, gjöfulustu, og frægustu veiðivötn landsins.
Um er að ræða vatnaklasa í Landmannaafrétti sem samanstendur af allt að 50 vötnum, sem mörg hver eru sprengigígar. Um er að ræða bæði lítil sem stór vötn sem eru í um 570 ~ 590 metrum yfir sjávarmáli.
Flestir telja veiðivatnasvæðið eitt það fallegasta á landinu.

Nýjavatn

Nýjavatn er við hlið Breiðavatns og Ónefndavatns. Nýjavatn er 0.56 km2 að flatarmáli og er allt að 30 metra djúpt þar sem það er dýpst. Meðaldýptin í vatninu er um 6.6 metrar. Vatnið liggur í 563 metrum yfir sjávarmáli.

Í vatninu veiðist nær eingöngu bleikja, en samt veiðist eitthvað af urriðum ár hvert. Þess má geta að áður fyrr var eingöngu urriði í Nýjavatni áður en bleikjan kom í heimsókn frá Vatnakvísl sem er beint við hlið Nýjavatns.

Veiðistaðir eru nokkrir, en það er um að gera að reyna aðra staði en þá sem merktir eru á korti einnig.

Nýjavatn

Nýjavatn

Upphafsmynd: 4 punda fiskur úr Nýjavatni – mynd tekin af Elísabetu S Ólafsdóttur

x

Check Also

Veiðitjörn Arnarvatnsheiði - Veiðistaðavefurinn

Veiðitjörn – Arnavatnsheiði

Veiðitjörn hefur oft verið sagður einn fallegasti veiðistaður á Arnavatnsheiði, en þetta er tiltölulega lítið, 0.30 km2 vatn sem liggur norð-austan við Arnarvatn litla og ...