• Jökla III

    Fjöldi skemmtilegra staða á ókönnuðum slóðum

  • Jökla III

    Fjöldi skemmtilegra staða á ókönnuðum slóðum

  • Jökla III

    Fjöldi skemmtilegra staða á ókönnuðum slóðum

  • Jökla III

    Fjöldi skemmtilegra staða á ókönnuðum slóðum

Jökla III

Jökla - Veiðistaðavefurinn

Jökla III er svæði í Jöklu og er á austurlandi í um 660 km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 50 km fjarlægð frá Egilsstöðum og á upptök sín inni á öræfum.

Jökla III er nýtt og að mestu ókannað 6 stanga svæði sem nær ofan brúar að Merki ásamt þveránni Hrafnkeilu og eins langt og hægt er að veiða sem er að Reykjará enn ofar og langleiðina að Kárahnjúkum. Þetta svæði er gríðarlega langt með ágætri aðkoma að flestum stöðum svo fremi sem veginum er fylgt upp í efri Jökuldal. Þó eru hér og þar einhver gljúfur sem ekki er vitað hvort hægt sé að komast til veiða með góðu móti.

Þarna var lítið reynt sumarið 2013 og 2014 en þó fengust eitthvað af bleikju þau fáu skipti sem rennt var, en ekkert er því til fyrirstöðu að talið er að lax gæti líka gengið upp á þetta svæði.

Tímabilið á Jökla III svæðinu er stutt og nær frá 1. júlí og til 30. ágúst ár hvert. Leyfilegt er að veiða á flugu, maðk, og spón þar sem um tilraunasvæði er að ræða.
Kvóti hefur verið settur 2 laxar á stöng á dag, en einnig er skylduslepping á öllum laxi 70 cm eða stærri.

Engin skyldugisting er eins og er fyrir Jöklu III en tilvalið er að gista á Gistiheimilinu á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal sem er staðsett örstutt frá árbakkanum og er við þjóðveg 1. Einnig má athuga með gistingu neðar í Jökulsárhlíð í íbúðarhúsinu að Breiðumörk án fæðis og/eða Veiðihúsinu Hálsakot í Jökulsárhlíð með eða án fæðis ef laus eru herbergi þar. Spyrjið um nánari upplýsingar.

Umsjónarmaður/veiðivörður:
Guðmundur Ólason 471 – 1019 og 660 – 6893.

Jökla III – Vinsælar flugur:

x

Check Also

Jökla 1 - Veiðistaðavefurinn

Jökla I og Fögruhlíðará

Jökla I og Fögruhlíðará er á austurlandi í um 660 km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 50 km fjarlægð frá Egilsstöðum og á upptök ...