Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Hálendi / Veiðivötn – Litla Fossvatn

Veiðivötn – Litla Fossvatn

Veiðivötn - Veiðistaðavefurinn

Litla Fossvatn er í Veiðivötnum sem óhætt er að segja að séu ein rómuðustu, gjöfulustu, og frægustu veiðivötn landsins.
Veiðivötn eru  vatnaklasi í Landmannaafrétti sem samanstendur af allt að 50 vötnum, sem mörg hver eru sprengigígar. Um er að ræða bæði lítil sem stór vötn sem eru í um 570 ~ 590 metrum yfir sjávarmáli.
Flestir telja veiðivatnasvæðið eitt það fallegasta á landinu.

Litla Fossvatn

Litla Fossvatn er minna Fossvatnið og stendur beint við hlið Stóra Fossvatn, með Kerlingarlögn á milli. Fossvötnin eru í ákaflega fallegu umhverfi og hafa verið rómuð fyrir mikla fegurð. Litla Fossvatn er einungis um 0.12 km2 að flatarmáli en er 18 metra djúpt þar sem það er dýpst, sem gerir það dýpra en Stóra Fossvatn. Meðaldýpi  Litla Fossvatns er hinsvegar um 6 metrar. Litla Fossvatn liggur í 572 metrum yfir sjávarmáli.

Í Litla Fossvatni er eingöngu urriði, og sagt er að stofninn sé einn sá hreinasti stofn ísaldarurriða á Íslandi, líkt og í Stóra Fossvatni. Stærð veiddra urriða í Fossvötnum er mjög algengt að sé í kringum 4 ~ 5 pund, en stærri fiskar veiðast inn á milli. Þessi vötn eru með þeim vinsælustu í veiðivötnum.

Eingöngu er leyfð fluguveiði í Litla Fossvatni.

Veiðistaðir eru nokkrir, en það er um að gera að reyna aðra staði en þá sem merktir eru á korti einnig.

Litla Fossvatn

Litla Fossvatn

Upphafsmynd: Jón P Guðjónsson

Myndir frá vatninu:

x

Check Also

Veiðitjörn Arnarvatnsheiði - Veiðistaðavefurinn

Veiðitjörn – Arnavatnsheiði

Veiðitjörn hefur oft verið sagður einn fallegasti veiðistaður á Arnavatnsheiði, en þetta er tiltölulega lítið, 0.30 km2 vatn sem liggur norð-austan við Arnarvatn litla og ...