Heim / Laxveiði / Laxveiði á Vestfjörðum

Laxveiði á Vestfjörðum

Móra á Barðaströnd

Móra - Veiðistaðavefurinn

Móra er lax-og silungsveiðiá sem fellur um Mórudal á Barðaströnd á sunnaverðum Vestfjörðum í um 350 km fjarlægð frá Reykjavík. Móra er ekki langt frá Brjánslæk, og Vatnsfirði. Einungis eru um 40 km frá Patreksfirði að Móru. Upptök Móru, sem er dragá, eru í Hosuhlíðarvatni, og rennur hún eins og fyrr sagði um Mórudal og fellur í Hagavaðal til sjávar. ...

Lesa meira »

Fjarðarhornsá á Barðaströnd

Fjarðarhornsá

Fjarðarhornsá er á Barðaströnd á Vestfjörðunum í um 270 km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 128 km fjarlægð frá Patreksfirði. Efstu upptök hennar er á hálendinu á Kollafjarðarheiði, og fellur til sjávar innst í Kollafirði eftir að hafa runnið niður Fjarðarhornsdal. Fjarðarhornsá er flokkuð sem laxveiðiá, en þar sem hún er nokkuð köld er hún nokkuð góð bleikjuá einnig, ...

Lesa meira »

Hvannadalsá í Ísafjarðardjúpi

Hvannadalsá ein þriggja þekktra laxveiðiáa sem eru í Ísafjarðardjúpi og hefur oft verið kölluð Perlan í Djúpinu. Hinar tvær eru Laugardalsá og Langadalsá. Áin er í um 260 km fjarlægð frá Reykjavík sé farið yfir Bröttubrekku um Dali og Þorskafjarðarheiði. Frá Hólmavík er þetta einungis um 40 mínútna keyrsla. Hvannadalsá er ákaflega falleg laxveiðiá sem rennur um Hvannadal og til ...

Lesa meira »

Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi

Laugardalsá er 16 km löng dragá í utanverðu Ísafjarðardjúpi sem rennur til sjávar í vestanverðum Mjóafirði eftir að hafa runnið niður Laugardal úr Laugarbólsvatni. Veiðisvæðið sjálft spannar um 6 km vegalengd. Upptök Laugardalsáar eru á hálendinu í Dumbudal. Þessi á var fyrrum fisklaus en með tilkomu manngerðs fiskvegs í kringum árið 1969 hefur áin orðið gríðarlega góð laxveiðiá. Laugardalsá er ...

Lesa meira »

Ísafjarðará

Ísafjarðará er í botni Ísafjarðar í um 295 km fjarlægð frá Reykjavík, en um 155 km fjarlægð frá Ísafjarðarbæ. Þetta er frekar stutt og köld á sem heldur laxi. Í ánni er einnig falleg bleikja. Í ánni eru nokkrir fallegir veiðistaðir, og er aðkoma nokkuð góð fyrir flesta bíla. Ekki er mælt með að fara langt inneftir með ánni ef ...

Lesa meira »

Vatnsdalsá í Vatnsfirði

Vatnsdalsá er nokkuð vatnsmikil á í Vatnsfirði á Barðaströnd í um 340 km fjarlægð frá Reykjavík. Vatnsdalsá á upptök sín í Öskjuvatni rennur í Vatnsdalsvatn og er um 2.5 km löng. Hún rennur svo aftur úr Vatnsdalsvatni til sjávar í um 1 km vegalengd. Mest veiðist af laxi í ánni, en eitthvað af bleikju og sjóbirtingi en í henni er ...

Lesa meira »