Heim / Allt á einum stað
  • Veiðistaðavefurinn

    Allt varðandi veiðistaðinn þinn á einum stað

  • Veiðistaðavefurinn

    Allt varðandi veiðistaðinn þinn á einum stað

  • Veiðistaðavefurinn

    Allt varðandi veiðistaðinn þinn á einum stað

Allt á einum stað

Hingað til hafa veiðimenn og áhugamenn um stangveiði þurft að leita að efni um veiðistaði á Íslandi um Internetið með misjöfnum árangri.
Veiðistaðavefurinn sameinar það sem alltaf hefur vantað fyrir stangveiði á Íslandi. Að hafa allar upplýsingar um alla veiðistaði aðgengilegar á einfaldan og þægilegan máta, á einum stað.

Auk þessa er veiðistaðavefurinn gerður til að gera veiðiréttarhöfum og veiðileyfasölum auðveldara að gera veiðistaði sína sýnilegri, auka upplýsingaflæði til áhugasamra veiðimanna, og auka sölu veiðileyfa.

Er veiðistaðurinn að standast væntingar?

Veiðimenn geta gefið sína umsögn um veiðistaði sem þeir hafa heimsótt og gefið stjörnur, hvort sem um er að ræða góða eða slæma umsögn.
Góð umsögn hjálpar veiðiréttarhöfum og veiðileyfasölum að sjá að þeir séu að gera góða hluti. Slæm umsögn getur einnig hjálpað til að segja frá því að úrbóta sé þörf.

Heildarstigagjöf er svo birt fyrir aftan nafn veiðisvæðis.

Gefðu stjörnur

ReviewInfoVeiðiréttarhafi eða veiðileyfasali getur einnig fengið forsvarsmenn Veiðistaðavefsins til að taka út veiðisvæði sitt, og er þá stjörnugjöf þess efnis birt sérstaklega, en mun ekki hafa áhrif á stigagjöf heildarinnar. Þessi stjörnugjöf er annarsvegar birt á myndinni sjálfri í niðurlistunum, sem og á sértækum stað á hverri síðu fyrir sig.

Athugið að Veiðistaðavefurinn mun ekki leyfa ósanngjarnar, dónalegar og niðrandi umsagnir og mun henda öllu slíku út. Veiðistaðavefurinn á að vera faglegur vettvangur veiðimanna og verður slíkt því ekki liðið. Veiðistaðavefurinn gerir hinsvegar ekki athugasemdir við slæmum umsögnum, og lítilli stjörnugjöf, enda er það stjörnugjöf heildarinnar sem ræður stigagjöf hvers veiðisvæðis.

Vantar veiðisvæði eða efni inn á vefinn?

Veiðiréttarhafar og veiðileyfasalar eru hvattir til að senda okkur upplýsingar um veiðisvæði sín vanti þau inn á Veiðistaðavefinn. Einnig hvetjum við veiðimenn um að senda okkur ábendingar um skemmtilega og áhugaverða veiðistaði sem vantar inn á vefinn.

Ef þú veist um aukaefni sem tengist veiðisvæði á vefnum þá viljum við einnig endilega heyra frá þér, hvort sem um er að ræða YouTube myndklippur, Blog, veiðistaðalýsingar, veiðisögur, myndaalbúm, eða bara hvað sem er.
Við munum tengja við veiðisvæðin þar sem við á.

Skráning á veiðisvæði inn á Veiðistaðavefinn

Grunnskráning:
Grunnskráning á veiðisvæði er án endurgjalds og innifelur það helstu upplýsingar um veiðisvæðið, möguleika veiðimanna til umsagnar, staðsetningu, kort, fisktegundir, tímabil, stangarfjölda, svo eitthvað sé nefnt.

Gullskráning:
Óski veiðiréttarhafi eða veiðileyfasali eftir því að verða enn sýnilegri er í boði ýtarskráning í formi áskriftar gegn vægu gjaldi. Þetta köllum við Gullskráningu.

Gullskráning innifelur meðal annars:

  • Ýtarupplýsingar um veiðistað
  • Sértæka hliðarstiku með ýmsum hagnýtum upplýsingum
  • Tengingu inn á sölusíðu eða aðrar upplýsingar um hvernig veiðileyfi séu seld
  • Tenging í veiðikort
  • Ýmislegt aukaefni
  • Tölfræði um veiði síðustu ára, svo fremi sem upplýsingar séu til staðar
  • Myndaalbúm
  • Ábendingar um vinsælar flugur
  • Veðrið á veiðistað
  • Tenging við Facebook síðu Veiðistaðavefsins þar sem veiðistaður er kynntur reglulega
  • Google leitavélabestun
  • Sér síða fyrir með helstu upplýsingum um veiðileyfasala, veiðiréttarhafa, og tenging við öll veiðisvæði hans
  • Og svo margt margt fleira.

Dæmi um Gullskráða veiðistaði:

Pantaðu kynningu á hvernig við getum hjálpað þér að gera þinn stað sýnilegri með því að fylla út í formið hér að neðan. Kynning er án alls kostnaðar og án nokkurra skuldbindinga.

Ekkert veiðikort til af veiðisvæðinu þínu?

Ef þú óskar eftir ýtarskráningu á vefsvæðinu þínu en átt ekki veiðistaðakort af svæðinu getum við hjá Veiðistaðavefnum aðstoðað við að koma upp veiðistaðakorti gegn vægu gjaldi og tengt það á síðuna þína.

Hafðu samband við okkur og við sendum þér allar upplýsingar.