fbpx
Svæði sem vert er að skoða
Heim / Laxveiði / Laxveiði á Austurlandi / Jökla I og Fögruhlíðará
 • Jökla I & Fögruhlíðará

  Verulega spennandi og fjölbreytt veiðisvæði

 • Jökla I & Fögruhlíðará

  Verulega spennandi og fjölbreytt veiðisvæði

 • Jökla I & Fögruhlíðará

  Verulega spennandi og fjölbreytt veiðisvæði

 • Jökla I & Fögruhlíðará

  Verulega spennandi og fjölbreytt veiðisvæði

Jökla I og Fögruhlíðará

Jökla 1 - Veiðistaðavefurinn

Jökla I og Fögruhlíðará er á austurlandi í um 660 km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 50 km fjarlægð frá Egilsstöðum og á upptök sín inni á öræfum.

Samtals er svæðið um 40 km langt og því verður afar rúmt um veiðimenn og miklir möguleikar á því að kanna ótroðnar slóðir.

Jökla I og Fögruhlíðará er 6 – 8 stanga svæði sem spannar um 40 km veiðisvæði í afar fögru umhverfi.
Um er að ræða Fögruhlíðará ofan þjóðvegar ásamt Jöklu við Hvanná niður til ósa en til svæðisins teljast í leiðinni einnig Kaldá, Laxá og Fossá sem renna í Jöklu úr norðri . Þetta er gríðarlega mikið og fjölbreytt svæði þar sem veitt er í miklu vatni í Jöklu og allt niður í litlar og nettar ár eins og Laxá sem er mjög skemmtileg fyrir litlar einhendur ásamt Fögruhlíðará.

Jökla I og Fögruhlíðará er fyrst og fremst laxveiðisvæði en þó er nokkuð góð silungsveiði þarna á öllum stöðum.
Þó er góð aðkoma  að mörgum veiðistöðum og ekki þörf á að ganga langar vegalengdir víðast hvar.

 

Eingöngu er leyfð fluguveiði í júlí og til síðla ágúst enda hentar svæðið ákaflega vel til þess. Eftir það má veiða á maðk og spón.
Skylt er að sleppa öllum löxum 70 cm og stærri og og hirða má tvo laxa á dag á stöng undir þeim mörkum og sleppa öðrum. Að auki er æskilegt að sleppa öllum löxum sem veiðast við Steinbogann og ofar í Jökuldal, enda eru vannýtt uppeldissvæði að finna þar uppfrá þar sem æskilegt er að leyfa laxinum að hrygna sem mest.

Það þykir mörgum langt að aka austur í Breiðdal frá Reykjavík. En nú er hægt að taka veiði jeppa á leigu á Egilsstaðaflugvelli á hóflegu verði og stytta þar með ferðatímann umtalsvert og spara líka ferðakostnað!
Tilvalið er fyrir 3-4 veiðimenn að sameinast um einn jeppa og þar með eru veiðimenn á leið í Jöklusvæðin komnir í veiðihús eftir einungis einn og hálfan tíma frá Reykjavík.
Sjá nánari upplýsingar hér

Á bökkum Kaldár stendur nýtt og stórglæsilegt veiðihús til afnota fyrir veiðimenn á Jöklusvæðinu. Það var byggt árið 2007 og býður upp á frábæra aðstöðu og er samtengt á verönd við fjögur smærri hús með átta tveggja manna herbergjum, hvert með sér baðherbergi og sturtu. Meginhúsið hefur upphitaða vöðlugeymslu, aðgerðarherbergi með frystikistu, frábærri setu- og borðstofu með arin, eldhúsi með öllum nauðsynlegum tækjum og skemmtilegri verönd að flatmaga á í hléinu og góðviðrisdögum. Rétt áður en komið er að brúnni yfir Kaldá er beygt til vinstri við afleggjara merktur Mássel (ef komið er að sunnan) og þá blasir veiðihúsið við.

Hægt er að velja fullt fæði sem kostar þá kr. 22.800 á mann á dag eða holl geta tekið eingöngu gistingu og elda þá sjálfir og verð er þá eftir nánari samkomulagi.

Umsjónarmaður veiðihúss og veiðivörður er Guðmundur Ólason í síma 471 – 1019 og 660 – 6893

Fjarlægð frá Reykjavík er ca. 660 km. og frá Egilstöðum samtals um 50 km.
Ekið er um þjóðveg 1 sem leið liggur vestur til Akureyrar. Þegar komið er yfir brúna yfir Jöklu er beygt til hægri inn á þjóðveg 917. Rétt áður en farið er yfir brúna á Kaldá er beygt til vinstri við afleggjara merktur Másselog blasir þar glæsilegt veiðihús okkar við.
Frá Akureyri: Ekið er um þjóðveg 1 í átt til Egilsstaða. Vestan megin við brúna yfir Jöklu rétt áður en komið er að er beygt til vinstri inn á þjóðveg 917.
Rétt áður en farið er yfir brúna á Kaldá er beygt til vinstri við afleggjara merktan Mássel og blasir þar glæsilegt veiðihús okkar við.

Jökla I og Fögruhlíðará – Vinsælar flugur:

Gefðu svæðinu þína umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

x

Check Also

Jökla II

Jökla II er eitt af svæðum í Jöklu sem er á austurlandi í um 660 ...