Heim / Laxveiði / Laxveiði á Suðvesturlandi

Laxveiði á Suðvesturlandi

Laxá í Leirársveit

Laxá í Leirársveit er lindá í Borgarfirði í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Upptök hennar teljast í Eyrarvatni í Svínadal en í rauninni rennur hún milli allra vatnanna í Svínadal og heitir efst Draghálsá, þar sem hún fellur í Geitabergsvatn, síðan Þverá milli þess og Þórisstaðavatns og á milli Þórisstaðavatns og Eyrarvatns heitir hún Selós. Áin fellur svo um ...

Lesa meira »

Brynjudalsá

Brynjudalsá er lítil og nett laxveiðiá í Hvalfjarðarbotni. Frá Reykjavík er ekinn þjóðvegur 1 (Vesturlandsvegur) í átt að Hvalfjarðargöngum. Stuttu áður en komið er að göngunum er beygt til hægri og ekið inn Hvalfjörð yfir brúna yfir Laxá í Kjós og inn í Hvalfjarðarbotn. Brynjudalsá á upptök sín ofan Bryjudals og rennur til sjávar í Brynjudalsvog í Hvalfirði. Heildarlengd er ...

Lesa meira »

Laxá í Kjós & Bugða

Laxá í Kjós er laxveiðiá sem á upptök í Stíflisdalsvatni í Þingvallasveit. Í ánni er fossinn Þórufoss og gengur lax upp að þeim fossi. Lengd Laxár er 25 km. Hún er í um 30 km. fjarlægð frá Reykjavík inn af Hvalfirði. Fyrsta laxaklak á Íslandi var reynt í Laxá árið 1884. Frumkvæði að þeirri tilraun átti Þorkell Bjarnason prestur á ...

Lesa meira »

Elliðaár í Elliðarárdal

Elliðaár eru ár sem renna frá Elliðavatni skammt frá Reykjavík, um Elliðaárdal og út í Faxaflóa. Árnar kvíslast og því heita þær Elliðaár en ekki Elliðaá. Elliðaárnar eru lindár sem koma úr lindum við Elliðavatn, í Heiðmörk og á Mosfellsheiði. Meðalrennsli ánna er um 5 m3/s. Árnar og vatnið eru kenndar við skip Ketilbjörns gamla landnámsmanns sem getið er í ...

Lesa meira »

Leirvogsá

Leirvogsá er spennandi og gjöful laxveiðiá í fögru umhverfi aðeins steinsnar frá höfuðborginni og tilheyrir Mosfellsbæ. Leirvogsá er dragá með lindarvatnsáhrifum og er vatnasvið hennar um það bil 85 ferkílómetrar. Hún rennur úr Leirvogsvatni og er um það bil 12 kílómetra löng, en fiskgengi hlutinn er um átta kílómetrar og endar undir Tröllafossi. Umhverfi árinnar er einstakt með fjölda fallegra ...

Lesa meira »

Hólmsá, við Reykjavík

Gudduós er afrennsli Selvatns, sem er upphaf Hólmsár og Nátthagavatn lítið vatn norðan  Geirlands, afrennsli þess sameinast Hólmsá skammt ofan við Gunnarshólma, sem rennur síðan í Elliðavatn. Talsvert er af fiski í ánni aðalega urriði 1-2 pund en í Nátthagavatni er talsvert af bleikju. Stíflugarður var reistur fyrir ofan Gunnarshólma, en þá hækkaði yfirborð vatnsins, og var þar oft mjög ...

Lesa meira »

Botnsá í Hvalfirði

Áin rennur úr Hvalvatni og fellur til sjávar í Hvalfjarðarbotni. Áin er frægari fyrir þjóðsögur henni tengdri, svo og hæsta fossi landsins, Glym, heldur en fyrir veiðiskapinn. Þjóðsögurnar eru m.a. af illhvelinu Rauðhöfða sem var lokkaður af göldróttu gamalmenni úr sjó, upp ána, upp Glym og loks í Hvalvatn þar sem sá gamli hélt yfir honum særingarþulu, sem kom í ...

Lesa meira »

Úlfarsá / Korpa

Úlfarsá er frábær laxveiðiá í fögru umhverfi í landi Reykjavíkur. Úlfarsá fellur úr Hafravatni og liðast 7 km. löng um láglendið milli Úlfarsfells og Keldnaholts. Áin er tveggja stanga og hentar vel fyrir veiði bæði með maðk og flugu. Veiðistaðir eru margir og fjölbreyttir og mikil vinna hefur verið lögð í að undanförnu að bæta þá og fjölga. Lagfæring veiðistaða ...

Lesa meira »

Leirá í Leirársveit

Leirá er í Leirársveit er lítil og viðkvæm tveggja stanga laxveiði- og sjóbirtingsá í ægifögru umhverfi. Hún er einungis í um 40 mín akstursfjarlægð frá Reykjavík. Skammt frá Laxá í Leirársveit sem er mun þekktari en Leirá, og nýtur góðs af nærveru hennar. Áin er frekar nett veiðiá og er mikilvægt að fara varlega um bakka hennar til að ná ...

Lesa meira »