Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Hálendi / Veiðivötn – Krókspollur

Veiðivötn – Krókspollur

Veiðivötn - veidistadir.is

Krókspollur er í Veiðivötnum sem óhætt er að segja að ein rómuðustu, gjöfulustu, og frægustu veiðivötn landsins.
Um er að ræða vatnaklasa í Landmannaafrétti sem samanstendur af allt að 50 vötnum, sem mörg hver eru sprengigígar. Um er að ræða bæði lítil sem stór vötn sem eru í um 570 ~ 590 metrum yfir sjávarmáli.
Flestir telja veiðivatnasvæðið eitt það fallegasta á landinu.

Krókspollur

Krókspollur er pínulítið vatn í jaðri veiðivatna til suðurs og liggur við hlið Tungnaár. Til að komast að Krókspolli þarf að fara suður fyrir Snjóölduvatn.
Í vatninu veiðist bæði bleikja og urriði sem oft á tíðum er ágætlega vænn. Ekki er mikið magn af fiski sem kemur úr Krókspolli ár hvert.

Veiðistaðir eru nokkrir, en það er um að gera að reyna aðra staði en þá sem merktir eru á korti einnig.

 

x

Check Also

Veiðitjörn Arnarvatnsheiði - Veiðistaðavefurinn

Veiðitjörn – Arnavatnsheiði

Veiðitjörn hefur oft verið sagður einn fallegasti veiðistaður á Arnavatnsheiði, en þetta er tiltölulega lítið, 0.30 km2 vatn sem liggur norð-austan við Arnarvatn litla og ...