Heim / Author Archives: Vignir Arason

Author Archives: Vignir Arason

Svalbarðsá í Þistilfirði

Svalbarðsá í Þistifirði er laxá á Norðausturlandi. Þistilfjörður er fjörður á Norðausturlandi, sem gengur inn austan við Melrakkasléttu en norðan við Langanes. Inn af firðinum er samnefnd sveit, láglend og grösug með grunnum dölum og lágum hæðum á milli. Þar eru allmargir bæir og fleiri bæir voru áður í heiðalöndunum inn af firðinum. Þistilfjörður er í Norður-Þingeyjarsýslu og er sérstakt ...

Lesa meira »

Jökla II laxveiðiá á Austurlandi

Jökla II er laxveiðiá á Austurlandi er eitt af svæðum í Jöklu sem er á austurlandi í um 660 km fjarlægð frá Reykjavík. Jökla II er í um 50 km fjarlægð frá Egilsstöðum og á upptök sín inni á öræfum. Jökla II í afar fögru umhverfi og er 6 stanga svæði sem nær frá ofan Svelgs neðarlega í Jökuldal og ...

Lesa meira »

Jökla I og Fögruhlíðará

Jökla 1 - Veiðistaðavefurinn

Jökla I og Fögruhlíðará er á austurlandi í um 660 km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 50 km fjarlægð frá Egilsstöðum og á upptök sín inni á öræfum. Samtals er svæðið um 40 km langt og því verður afar rúmt um veiðimenn og miklir möguleikar á því að kanna ótroðnar slóðir. Jökla I og Fögruhlíðará er 6 – 8 ...

Lesa meira »

Jökla III

Jökla III

Jökla III er svæði í Jöklu og er á austurlandi í um 660 km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 50 km fjarlægð frá Egilsstöðum og á upptök sín inni á öræfum. Jökla III er nýtt og að mestu ókannað 6 stanga svæði sem nær ofan brúar að Merki ásamt þveránni Hrafnkeilu og eins langt og hægt er að veiða ...

Lesa meira »

Hafralónsá

Hafralónsá er í Þistilfirði á norðaustur hluta landsins, í skotspöl frá Þórshöfn, en í um 700 km fjarlægð frá Reykjavík. Þetta er 40 km. löng dragá sem á upptök sín í Heljardalsfjöllum og Stakfelli, Stakfellsvatni, og Hafralóni í um 500 metrum yfir sjávarmáli. Þetta er vatnsmikil og nokkuð köld á, svotil á pari við Sandá að vatnsmagni, með 28 km. ...

Lesa meira »

Breiðdalsá

Breiðdalsá er ákaflega falleg 6 – 8 stanga laxveiðiá í um 615 km fjarlægð frá Reykjavík og í um 80 km fjarlægð frá Egisstöðum. Áin á upptök sín til fjalla þar sem lækir tínast saman og verður svo til þar sem Tinnudalsá, Suðurdalssá, og Norðurdalsá renna saman, og rennur hún svo til sjávar hjá Breiðdalsvík. Umhverfi Breiðdalsár er stórbrotið og ...

Lesa meira »

Sandá í Þistilfirði

Sandá er ein af þessum frægu laxveiðiám og er í Þistilfirði á Norð-Austurlandi í um 615 km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 230 km fjarlægð frá Akureyri. Skotspölur er frá Þórshöfn í Sandá, eða einungis um 25 km. Veiðisvæði Sandár er um 14 km langt frá sjávarósi og allt upp að Sandárfossi, og er með um eða yfir 40 ...

Lesa meira »

Selá í Álftafirði

Selá í Álftafirði er tveggja stanga 15 km löng dragá í um 500 km fjarlægð frá Reykjavík og í um 63 km fjarlægð frá Höfn í Hornafirði. Hún rennur um Starmýrardal til sjávar í Álftafirði fyrir austan Þvottárskriður. Umhverfi Selár er einstaklega fagurt þar sem hún hlykkjast um gljúfur og fjölbreytt fallegt svæði. Áin er fiskgeng um 9 km vegalengd ...

Lesa meira »

Vafrakökustefna Veiðistaðavefsins

Vafrakökur (e. cookies) eru smáar textaskrár sem vefsíður koma fyrir á tölvu þinni, síma eða snjalltæki þegar þú heimsækir þær. Vafrakökur eru almennt notaðar til að bæta viðmót og notendaupplifun vefsíðunnar. Einnig til þess að vefsíðan muni mikilvægar upplýsingar frá fyrri heimsóknum þínum. Vafrakökur eru öruggar, þær innihalda ekki kóða og geta ekki verið notaðar til komast inn í tölvuna ...

Lesa meira »

Skorradalsvatn í Skorradal

Skorradalsvatn er í Skorradal í Borgarfirði í um 90 km fjarlægð frá Reykjavík, en Skorradalurinn er ákaflega fallegt svæði og er þar nokkuð mikil sumarhúsabyggð. Þetta er nokkuð mikið stöðuvatn og liggur það í um 58 metrum yfir sjávarmáli og er um 16 km langt en þó ekki nema um 1 ~ 1.5 km að breidd að mestum parti. Þetta ...

Lesa meira »

Breiðdalsá silungasvæði

Breiðdalsá silungasvæði er svæði í Breiðdalsá sem er ákaflega falleg laxveiðiá með gjöfult silungasvæði í um 615 km fjarlægð frá Reykjavík og í um 80 km fjarlægð frá Egisstöðum. Áin á upptök sín til fjalla þar sem lækir tínast saman og verður svo til þar sem Tinnudalsá, Suðurdalssá, og Norðurdalsá renna saman, og rennur hún svo til sjávar hjá Breiðdalsvík. ...

Lesa meira »

Hólmavatn í Dölum

Hólmavatn er á Hólmavatnsheiði, norður af bænum Sólheimum í Laxárdal í um 180 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 30 km frá Búðardal. Það er um 1 km2 að stærð og í um 190 m hæð yfir sjávarmáli. Ekið er um Bröttubrekku í áttina að Búðardal, ef komið er að sunnan, annars farið hefðbundnar leiðir frá Norðurlandi eða Vestfjörðum. Rétt ...

Lesa meira »

Arnarvatnsheiði & Tvídægra

Arnarvatnsheiði - Veiðistaðavefurinn

Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru miklir heiðarflákar upp af Miðfirði og Hrútafirði sem þekja stórt landsvæði á hálendinu. Heiðarnar búa yfir mikilli gróðursæld, eru góð beitilönd, og fuglalíf er þar mikið. Þarna eru gríðarlegur fjöldi vatna, áa og lækjarsprænu. Vötnin svo mörg að hægt er að segja þau vera óteljandi, líkt og stjörnurnar á himnum. Í flestum vötnunum, ám og lækjum er ...

Lesa meira »

Skálmardalsá

Skálmardalsá er í Skálmardal á Barðaströnd í um 280 km fjarlægð frá Reykjavík og á upptök sín á hálendinu ofan Gæsadals. Þetta er ákaflega gjöful og vinsæl sjóbleikjuá þar sem veitt er á þrjár stangir út stutt tímabilið sem spannar einungis um 6 vikur ár hvert, frá miðjum júlí og til loka ágúst, í 12 klst dag hvern. Mikil veiði ...

Lesa meira »

Grenlækur – Seglbúðasvæði

Grenlækur Seglbúðasvæði

Grenlækur er Skaftárhreppi, V – Skaftafellssýslu í um 280 km fjarlægð frá Reykjavík og einungis um 12 km sunnan við Kirkjubæjarklaustur. Svæði 5 í Grenlæknum er það sem er kallað Seglbúðasvæði, er 10 km langt afskaplega gjöfult veiðisvæði í einstakri náttúru. Sumir kalla þennan læk Grænalæk og halda því fram, að það sé hið rétta nafn, dregið af því að ...

Lesa meira »

Fellsá í Strandarsýslu

Fellsá er í Strandasýslu í um 240 km fjarlægð frá Reykjavík og í um 30 km fjarlægð frá Hólmavík. Fellsá á upptök sín á Steinadalsheiði og rennur til sjávar í botni Kollafjarðar. Á leiðinni niður af Steinadalsheiði heitir áin nokkrum nöfnum. Efst heitir hún Þórarinsá, þar á eftir Steinadalsá, og svo Fellsá. Áin er fiskgeng um 6 km kafla og ...

Lesa meira »

Miðdalsá í Steingrímsfirði

Miðdalsá í Steingrímsfirði er skemmtileg á í Kirkjubólshreppi, Strandasýslu. 230 km fjarlægð frá Reykjavík og einungis í um 12 km fjarlægð frá Hólmavík. Hún á upptök sín í litlum tjörnum í um 330 metrum yfir sjávarmáli og rennur um fallegt umhverfi í Steingrímsfjörð sunnanverðan. Áin er fjölbreytt, hægfljótandi litlar breiður og hraðfljótandi strengi. Efst í dalnum er gil og foss ...

Lesa meira »

Selá í Steingrímsfirði

Selá í Steingrímsfirði er í Strandasýslu á mörkum Hrófbergshrepps og Kaldrananesshrepps í um 275 km fjarlægð frá Reykjavík og einungis í um 15 km fjarlægð frá Hólamvík. Þetta er ein af vatnsmestu ám á Vestfjörðum með meðalrennsli í kringum 16 rúmm. / sek og á upptök sín á Ófeigsfjarðarheiði í um 500 metrum yfir sjávarmáli. Mestmegnis veiðist bleikja í Selá ...

Lesa meira »

Bjarnarfjarðará

Bjarnarfjarðará er afar vinsæl sjóbleikjuá sem er staðsett í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu í um 300 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 30 km fjarlægð frá Hólmavík. Talið er að upptök árinnar sé að finna í Goðadalsvötnum, en þaðan rennur Goðadalsá sem sameinst svo Sunnudalsá og verður að Bjarnafjarðará. Þetta er mjög fallegt 7 km veiðisvæði með ágætu aðgengi að flestum ...

Lesa meira »

Straumfjarðará

Straumfjarðará er gjöful og skemmtileg laxveiðiá sem á upptök sín úr Baulárvallavatni á Snæfellsnesi og er um 16 km löng að ósi á Löngufjörum, en áin er laxgeng um 12 km vegalengd, allt að Rjúkandafossi. Áin rennur um fjölbreytt landslag og er með um 27 merkta veiðistaði sem allir eru nokkuð aðgengilegir. Þar sem áin er dragá getur hún verið ...

Lesa meira »