Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Hálendi / Arnarvatnsheiði & Tvídægra
  • Arnarvatnsheiði & Tvídægra

    Veiðiparadís á hálendinu

  • Arnarvatnsheiði & Tvídægra

    Veiðiparadís á hálendinu

  • Arnarvatnsheiði & Tvídægra

    Veiðiparadís á hálendinu

Arnarvatnsheiði & Tvídægra

Arnarvatnsheiði - Veiðistaðavefurinn

Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru miklir heiðarflákar upp af Miðfirði og Hrútafirði sem þekja stórt landsvæði á hálendinu.

Heiðarnar búa yfir mikilli gróðursæld, eru góð beitilönd, og fuglalíf er þar mikið. Þarna eru gríðarlegur fjöldi vatna, áa og lækjarsprænu. Vötnin svo mörg að hægt er að segja þau vera óteljandi, líkt og stjörnurnar á himnum.

Í flestum vötnunum, ám og lækjum er nokkuð mikil og góð fisksæld, en í sumum meiri en öðrum, eins og gengur og gerist.

Á Arnarvatnsheiði hefur stangaveiði verið vinsæl í gegnum árin og eru margir sem hafa fest ástfóstur við þessar gjöfulu veiðilendur. Þeir láta sig ekki vanta ár eftir ár. Þrátt fyrir erfiðar samgöngur á mörgum stöðum.

Vötnin á Arnarvatnsheiði eru gríðarlega fjölbreytt og án efa er án efa óplægður akur þar mjög víða. Tvídægra er t.a.m. erfið yfirferðar sökum votlendis.

Þangað er sagt að t.d. Kjarrárlaxinn eigi greiða leið, en frá Tvídægru renna ýmsar ár sem eru með frægustu og bestu laxveiðiám landsins, þar mætti telja Vesturá, Þorvaldsá, og Núpsá sem renna til Miðfjarðar, Kjarrá til Borgarfjarðar, og Hrútafjarðará til Hrútafjarðar.

Þeir sem hyggja á veiði á Arnarvatnsheiði þurfa að hafa í huga að gríðarlega mikið er um mývarg um alla heiði, og eru það flestir sem bölva honum, enda margir sem hafa lent illa í honum, og eru margir svo illa að þeir þakka sínum sæla að komast til byggða heilir á húfi.
Svo mikil er mergðin í göngum að það er líkt og svört ský, eða strókar líði um heiðina – það er því algerlega nauðsynlegt að taka með sér flugnavörn af ýmsu tagi, flugnanet, og ekki vitlaust að hafa með sér ofnæmislyf ef stungurnar valda miklum ofnæmisviðbrögðum.
Þess ber þó einnig að geta að sumir veiðimenn virðast komast algerlega klakklaust í gegnum allt, og fá ekki á sig eina stungu, á meðan aðrir verða bólgnir og illa farnir eftir hundruði stungna.

Menn mega samt ekki bölva mývarginum of hátt því hann er forsenda þess að fiskar í vötnum þarna dafna eins og þeir gera, og hafa gert þetta að þeirri veiðilendu sem þetta er í raun.

Stangafjöldi á Arnarvatnsheiði er ekki takmarkaður, og verðum á veiðileyfum er stillt í hóf.
Veiðileyfum fyrir heiðina er skipt í tvennt má segja, en veiðileyfi fyrir vötnin sem eru á sunnanverðri Arnarvatnsheiði eru á forræði Veiðifélags Arnarvatnsheiðar.
Það er svo Veiðifélag Arnarvatnsheiðar & Tvídægru sem fer með forræði á veiðileyfum fyrir vötnin á norðanverðri Arnarvatnsheiði.

Suðurhluti Arnarvatnsheiðar:
Heiðarnar eru færar sérútbúnum bílum að sunnanverðu upp úr Borgarfjarðardölum, en farið er yfir frekar erfitt vað yfir Norðlingafljót til að komast inn á heiðarnar. Þetta vað getur verið varasamt smærri bílum ef vatnavextir hafa átt sér stað, það er ekki ráðlegt að fara yfir nema á góðum fjórhjóladrifsbílum. Samgöngur inni á heiðinni geta verið með erfiðara móti, jafnvel fyrir jeppa.

Hægt er að nálgast upplýsingar um veiðileyfi fyrir Arnarvatnsheiði syðri á heimasíðunni http://www.arnarvatnsheidi.is/ .

Hægt er að leigja gistingu í nokkrum skálum, en einnig er ágætt svæði fyrir tjaldvagna og fellihýsi við Úlfsvatn. Þar er rennandi vatn, og salernisaðstaða.

Opnað fyrir veiði 15. júní svo fremi sem færðin sé í lagi.
Opið fyrir veiði á öllu svæðinu til og með 16. ágúst.

Frá 16. ágúst og til og með 20. ágúst er hægt að fá veiðileyfi sem gilda eingöngu í vötnum á svæðinu, ekki í ám og lækjum.
Eftir 20. ágúst og fram í byrjun september er hægt að kaupa veiðileyfi í Úlfsvatn og þá bara vatnið sjálft. Ekki heimilt að veiða í ám og lækjum sem renna úr eða í vatnið á þessu tímabili.

Norðurhluti Arnarvatnsheiðar:
Norðanmegin er önnur saga en þar eru ágætar leiðir upp úr Miðfirði, færar flestum bílum fram að Arnarvatni. Nauðsynlegt er að hafa samband við staðkunnuga og leita upplýsinga ef fara á heiðina, sem er eingöngu opin venjulegum farartækjum yfir há sumarið.

Möguleiki er á að leigja gistingu í nokkrum skálum. Í skálunum er hiti, rennandi vatn, eldunaraðstaða, diskar, glös og hnífapör. Matarborð, ljós frá sólarsellu og grill. Salernishús er rétt hjá skálanum.

Komu og brottfaratimi miðast við hádegi.

Nánari upplýsingar um veiðileyfi fyrir Arnarvatnsheiði nyrðri í upplýsingamiðstöð Húnaþings vestra og á vefnum http://www.arnarvatn.com/.

Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru miklir heiðarflákar upp af Miðfirði og Hrútafirði sem þekja stórt landsvæði á hálendinu. Heiðarnar búa yfir mikilli gróðursæld, eru góð beitilönd, og fuglalíf er þar mikið. Þarna eru gríðarlegur fjöldi vatna, áa og lækjarsprænu. Vötnin svo mörg að hægt er að segja þau vera óteljandi, líkt og stjörnurnar á himnum. Í flestum vötnunum, ám og lækjum er nokkuð mikil og góð fisksæld, en í sumum meiri en öðrum, eins og gengur og gerist. Á Arnarvatnsheiði hefur stangaveiði verið vinsæl í gegnum árin og eru margir sem hafa fest ástfóstur við þessar gjöfulu veiðilendur. Þeir láta sig ekki…

Umsögn Veiðistaðavefsins

Verð veiðileyfa
Merkingar á veiðistöðum
Aðkoma að veiðistöðum
Almenn ánægja

Mjög gott

Umsögn : Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.

Arnarvatnsheiði – vinsælar flugur:

x

Check Also

Leggjabrjótstjarnir Arnavatnsheiði - Veiðistaðavefurinn

Leggjabrjótstjarnir – Arnavatnsheiði

Leggjabrjótstjarnir eru á Arnarvatnsheiði en Arnarvatnsheiði og Tvídægra eru miklir heiðarflákar upp af Miðfirði og Hrútafirði, og þekja gríðarstórt landsvæði á hálendinu. Heiðarnar búa yfir ...