Heim / Laxveiði / Laxveiði á Austurlandi / Svalbarðsá í Þistilfirði

Svalbarðsá í Þistilfirði

Svalbarðsá í Þistifirði er laxá á Norðausturlandi. Þistilfjörður er fjörður á Norðausturlandi, sem gengur inn austan við Melrakkasléttu en norðan við Langanes.

Inn af firðinum er samnefnd sveit, láglend og grösug með grunnum dölum og lágum hæðum á milli. Þar eru allmargir bæir og fleiri bæir voru áður í heiðalöndunum inn af firðinum.

Þistilfjörður er í Norður-Þingeyjarsýslu og er sérstakt sveitarfélag, Svalbarðshreppur, sem dregur nafn af kirkjustaðnum Svalbarði, gömlu stórbýli. Þar er nú skóli sveitarfélagsins.

Fjörðurinn er hins vegar sagður kenndur við landnámsmanninn Ketil þistil. Þistilfjörður er rótgróið sauðfjárræktarsvæði og á Gunnarsstöðum í Þistilfirði er eitt af stærri sauðfjárbúum landsins. Þaðan er Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra.

Nokkrar ár renna um Þistilfjörð og stærstar eru Svalbarðsá, Sandá, Hölkná og Hafralónsá. Þær eru nokkuð vatnsmiklar og straumharðar. Reki er hlunnindi á mörgum jörðum í hreppnum og dúntekja einnig.

Svalbarðsá er 37 km. löng dragá sem á upptök í Djúpárbotnum á Öxfirðingaafrétti. Vatnasvið hennar er 350 ferkm. Meðalveiði síðustu 5. ára er hátt í 400 laxar laxar, mest 573 laxar árið 2011.

Í Svalbarðsá er leyfð veiði á tvær til þrjár stangir eftir tímabilum. Svalbarðsá er sannarlega staður Stórlaxana og ekki óalgengt að 70% veiddra laxa flokkist sem stórlax.

Veiðitímabil í Svalbarðsá hefst 1. júlí og nær til 14. september.
Veitt er á 2 – 3 stangir og er öllum laxi sleppt í Svalbarðsá.

Skemmtilegar myndir frá ánni:

x

Check Also

Breiðdalsá

Breiðdalsá er ákaflega falleg 6 – 8 stanga laxveiðiá í um 615 km fjarlægð frá Reykjavík og í um 80 km fjarlægð frá Egisstöðum. Áin ...