Heim / Laxveiði / Laxveiði á Vesturlandi / Skuggi – Hvítá

Skuggi – Hvítá

Hvítá í Borgarfirði er 117 km löng jökulá sem aðskilur Borgarfjarðarsýslu frá Mýrasýslu. Uppspretta Hvítár er við Eiríksjökul, hún rennur út í hafið nálægt Borgarnesi. Hvítá er 10. lengsta á Íslands.

Í þessari 10. lengstu á landsins er að finna skemmtileg og gjöful veiðisvæði. Skuggi er eitt þessara svæða, en þetta er ármótasvæði þar sem Grímsá fellur í Hvítá. Hérna á laxinn það til að staldra við áður en hann heldur áfram upp í bergvatnsárnar í kring.

Jörðin Hvítárvellir er með veiðirétt hér, og hefur heyrst að ekki sé verið að selja veiðileyfi til almennings, en leigutakar eru nokkrir einstaklingar sem nýta veiðina sjálfir.

x

Check Also

Straumarnir í Hvítá

Hvítá í Borgarfirði er 117 km löng jökulá sem aðskilur Borgarfjarðarsýslu frá Mýrasýslu. Uppspretta Hvítár er við Eiríksjökul, hún rennur út í hafið nálægt Borgarnesi. ...