Heim / Laxveiði / Laxveiði á Vesturlandi / Reykjadalsá í Borgarfirði

Reykjadalsá í Borgarfirði

Reykjadalsá í Borgarfirði er mörgum góðu kunn, en hún á upptök sín við rætur Oks og rennur um Reykholtsdal framhjá þeim sögufræga stað Reykholti. Áin sameinast svo Flókadalsá og renna þær saman í Hvítá við Svarthöfða.

Ef komið er frá Reykjavík er beygt til hægri af þjóðvegi 1 áður en farið er yfir Borgarfjarðarbrúna og inn á Borgarfjarðarbraut (veg nr. 50) eknir eru um 30 km sem leið liggur fram hjá afleggjurunum inn í Skorradal og til Hvanneyrar og síðan framhjá syðri afleggjaranum inn í Lundareykjadal. Yfir Grímsá alla leið til Kleppjárnsreykja og er þar tekin fyrsta beygja til hægri, ekið framhjá félagsheimilinu Logalandi, fljótlega eftir það er tekin vinstri beygja inná slóða til veiðihússins.

Í Reykjadalsá er góð laxveiði, en veitt er á 2 stangir út tímabilið sem nær frá 20. júní til 28. september, og leyfilegt er að veiða með bæði flugu og maðk. Seldum veiðileyfum fylgir mjög gott veiðihús með öllum helstu þægindum, og þar á meðal heitum potti sem notarlegt getur verið að demba sér í að loknum veiðidegi.

x

Check Also

Skuggi – Hvítá

Hvítá í Borgarfirði er 117 km löng jökulá sem aðskilur Borgarfjarðarsýslu frá Mýrasýslu. Uppspretta Hvítár er við Eiríksjökul, hún rennur út í hafið nálægt Borgarnesi. ...