Laxá í Dölum

Laxá í Dölum - Veiðistaðavefurinn

Laxá í Dölum er bergvatnsá í Dalasýslu, í um 2 klst akstursfjarlægð frá Reykjavík, og ein af bestu laxveiðiám landsins. Áin kemur að hluta úr Laxárvatni á Laxárdalsheiði, sem er milli Hvammsfjarðar og Hrútafjarðar, og rennur um Laxárdal og til sjávar í Hvammsfirði, skammt sunnan við Búðardal. Margar litlar þverár og lækir falla í ána en hún er þó oft mjög vatnslítil.

Um 36 veiðistaðir eru í ánni og er hinn efsti við Sólheimafoss en af þekktum veiðistöðum má nefna hylinn Papa. Veiðifélag var stofnað um ána 1935 og er í hópi elstu veiðifélaga landsins. Síðan hefur áin verið leigð út. Bandarískir auðmenn voru lengi með hana á leigu, meðal annars forstjóri Pepsi-gosdrykkjafyrirtækisins, og komu margir heimskunnir menn að veiða í ánni, svo sem geimfarinn Neil Armstrong og kylfingurinn Jack Nicklaus.

Einhver fyrsta tilraun til laxaklaks á Íslandi var gerð við Laxá þegar Guttormur Jónsson í Hjarðarholti byggði klakhús í landi jarðar sinnar. Seinna var byggt klakhús í landi jarðarinnar Leiðólfsstaða, þar sem heitir Þrándargil. Þar hjá er nú veiðihús veiðifélagsins og heitir það einnig Þrándargil sem er stórglæsilegt og rúmgott.

Veiðisvæðið spannar 25 km frá ósi að Sólheimafossi. Því er nokkuð rúmt um veiðimenn bæði við veiðarnar og eins í veiðihúsinu við Þrándargil. Áin hentar vel þeim sem brúka vilja einhendur við netta, en umfram allt gjöfula laxveiðá sem rennur um söguslóðir Íslendingasagnanna. Laxá er þekkt fyrir gríðarlegar aflahrotur í vætutíð, en nú mun í fyrsta sinn eingöngu vera leyfð fluguveiði í ánni allt sumarið. Veitt er ýmisst í tvo til þrjá daga í senn.

Veitt er með 4 – 6 stöngum í Laxá í Dölum og nær tímabilið frá 1. júlí til 30. september.

Laxá í Dölum – veðrið á svæðinu:

x

Check Also

Álftá á Mýrum

Álftá á Mýrum er lítil og nett laxveiðiá sem á upptök sín í jaðri Álftárhrauns. Áin fær einnig til sín vatn frá litlum stöðuvötnum í ...