Hvítá í Borgarfirði er 117 km löng jökulá sem aðskilur Borgarfjarðarsýslu frá Mýrasýslu. Uppspretta Hvítár er við Eiríksjökul, hún rennur út í hafið nálægt Borgarnesi. Hvítá er 10. lengsta á Íslands.
Svarthöfði er afar þekktur og góður tveggja stanga veiðistaður í Hvítá í Borgarfirði, en staðurinn er um tveggja km langt svæði frá ósum Flókadals- og Reykjadalsáar.
Þetta svæði tilheyrir tveim jörðum, Langholti og Laugarholti sem eiga veiðiréttinn.
Upplýsingar um svæðið er hægt að nálgast hjá bræðrunum Jóni og Sveinbirni Blöndal, Jóni í síma 4351255, og Sveinbirni í síma 4351266