Heim / Laxveiði / Laxveiði á Vesturlandi / Flókadalsá í Borgarfirði

Flókadalsá í Borgarfirði

Flóka, eða Flókadalsá er lítil bergvatnsá hefur einkenni bæði dragáa og lindáa. Hún á upptök í vestanverðu Oki, og fellur þaðan, 35 km. leið til Hvítár í Borgarfirði, rétt ofan við Svarthöfða.

Flókan er laxgeng langleiðina til upptaka sinna og þveráin Engjadalsá að hluta.

Meðalveiði áranna frá 1974 til 2008 er 363 laxar, minnst var veiðin 181 lax árið 1981, en mest 937 árið 2013. Vegna lindaráhrifa helst vatnsrennsli árinnar nokkuð stöðugt og eins eru sveiflur í veiði minni í Flóku en flestum öðrum ám. Því eru veiðileyfin eftirsótt og fá oftast færri en vilja.

Veiðihúsið sem fylgir keyptum veiðileyfum stendur í Varmalækjarlandi nokkuð ofan við þjóðveg nr. 50. Ekið er inn Flókadalsveg nr. 515 og um það bil 500 metra akstur er beygt til vinstri í átt að veiðihúsinu. Þar er hin besta aðstaða fyrir veiðimenn, gistirými er í fjórum þriggja manna herbergjum,

Veitt er á 3 stangir í þessari skemmtilegu og gjöfulu á, en yfirleitt veiðast í Flókunni á bilinum 25 til 350 laxar.

x

Check Also

Skuggi – Hvítá

Hvítá í Borgarfirði er 117 km löng jökulá sem aðskilur Borgarfjarðarsýslu frá Mýrasýslu. Uppspretta Hvítár er við Eiríksjökul, hún rennur út í hafið nálægt Borgarnesi. ...