Heim / Laxveiði / Laxveiði á Vesturlandi / Krossá á Skarðsströnd

Krossá á Skarðsströnd

Krossá er nett laxveiðiá og er staðsett á Skarðströnd í Dalasýslu í um 218 km. fjarlægð frá Reykjavík.

Til að komast að Krossá er ekið er sem leið liggur um Norðurárdal, þjóðveg nr. 60 um Bröttubrekku og í gegnum Búðardal. Styst er að aka um Svínadal að Skriðulandi (Jónsbúð) í Saurbæjarhreppi og þaðan eftir Klofningsvegi nr. 590, út Skarðsströnd að Krossá og upp til vinstri að bænum Á. Klofningsvegur er hringvegur um Fellsströnd og er það afar falleg leið en um sex kílómetrum lengri. Hér er ríki arnarins og ekki óvenjulegt að veiðimenn sjái konung fuglanna á leið sinni á stefnumót við konung fiskanna í Krossá.

Umhverfi Krossár er afar fallegt, vaxið kjarri og lyngi, og með útsýni út á Breiðafjörð. Við eðlilegar kringumstæður er hún fremur vatnslítil og því nauðsynlegt að fara með gát að veiðistöðum. Krossá rennur niður Villingadal og er fiskgeng um 12,4 km. Þessi netta laxveiðiá býr yfir 40 fjölbreyttum veiðistöðum, strengjum og hyljum, þar sem maðkur fer víða vel en einnig er heimilt að veiða á flugu. Vegslóði liggur með ánni, sem fær er flestum fólksbílum nema efsti hlutinn, sem er eingöngu jeppavegur.

Sumarið 2011 veiddust 204 laxar í Krossá. Kvóti er á veiðinni, 4 laxar á stöng á dag eða samtals 16 laxar á tvær stangir á tveimur dögum.
Veitt er á 2 stangir í Krossá á dag og nær tímabilið frá 1. júlí til 20. september.

x

Check Also

Álftá á Mýrum

Álftá á Mýrum er lítil og nett laxveiðiá sem á upptök sín í jaðri Álftárhrauns. Áin fær einnig til sín vatn frá litlum stöðuvötnum í ...