Heim / Laxveiði / Laxveiði á Vesturlandi / Grímsá í Lundareykjadal
  • Grímsá

    Ein af bestu laxveiðiám landsins

Grímsá í Lundareykjadal

Grímsá - Veiðistaðavefurinn

Grímsá er í Lundareykjadal, um 70 km vestur af Reykjavík.

Ekinn er Vesturlandsvegur frá Reykjavík og rétt áður en komið er að Borgarfjarðarbrú er sveigt til hægri inn á þjóðveg númer 50. Er númer 50 ekinn þar til að komið er að vegamótum og er þá tekin vinstri beygja að Hvítárvöllum. Mjög fljótt eftir þessi gatnamót er vegarslóði til hægri sem liggur að veiðihúsinu. Hann er vel merktur og rekur sig yfir kjarri vaxið holt.

Grímsá í Lundareykjadal telst til bestu laxveiðiáa landsins. Áin á upptök í Reyðarvatni en í það falla smáár og lækir, að nokkru leyti uppsprettuvatn, sem gefa Grímsá nokkurn lindarársvip. Tunguá rennur í Grímsá við Veiðistað nr. 600, Oddstaðfljót.Samanlagt vatnasvið ánna er 313 ferkílómetrar.

Heildarlengd Grímsár er 42 km en laxgenga svæðið er 32 km langt. Heildarlengd Tunguár er 20 km. Þar af er laxgengi hlutinn 10 km langur.
Meðalveiði í báðum ánum árin 1974 til 2008 er 1357 laxar. Mest var veiðin árið 2008, en þá veiddust 2.223 laxar. Sumarið 2013 var hún hins vegar um 1.650 laxar.

Laxveiði hefur lengi verið stunduð í ánni og í Egils sögu er sagt frá mannskæðum bardaga á Laxafit, sem Björn Blöndal telur hafa verið austurbakka Langadráttar.

Veitt er á 8 stangir í Grímsá á dag og nær tímabilið frá 22. júní og nær til 28. september.
Eingöngu er veitt á flugu í Grímsá, og kvóti hefur verið settur 2 fiskar á stöng á dag undir 69 cm. Öllum fiski yfir 69 cm skal sleppt aftur.
Glæsilegt veiðihús er við Grímsá, en þar er skildugisting og full þjónusta.
Húsið á sér enga hliðstæðu á Íslandi og þó víðar væri leitað og hefur alla tíð vakið mikla athygli þeirra sem þangað hafa komið eða framhjá farið.

Grímsá – vinsælar flugur

 

x

Check Also

Álftá á Mýrum

Álftá á Mýrum er lítil og nett laxveiðiá sem á upptök sín í jaðri Álftárhrauns. Áin fær einnig til sín vatn frá litlum stöðuvötnum í ...