fbpx
Svæði sem vert er að skoða
Heim / Laxveiði / Laxveiði á Vesturlandi / Álftá á Mýrum

Álftá á Mýrum

Álftá á Mýrum er lítil og nett laxveiðiá sem á upptök sín í jaðri Álftárhrauns. Áin fær einnig til sín vatn frá litlum stöðuvötnum í nágrenninu.
Áin Veita fellur í Álftá en Veita á upptök sín í Hraundal.

Álftá á Mýrum hefur verið ein af vinsælustu og gjöfulustu tveggja stanga ám landsins með meðalveiði um 290 laxa.
Í ánni eru rúmlega 50 veiðistaðir sem eru merktir séu bæði veiðistaðir Veitu og Álftá taldir saman.
Sagt er að neðstu veiðistaðir Álftár séu með bestu sjóbirtingsveiðistöðum á suðvestanverðu landinu.

Veiðifélagið Straumar var með ánna á leigu um árabil en svisslendingurinn Rolf Doppler hefur ánna á leigu núna og er ekki vitað til þess að veiðileyfi séu seld almenningi.

Skemmtilegar myndir frá svæðinu:

Gefðu svæðinu þína umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*