Áhugaverð svæði
Heim / Laxveiði / Laxveiði á Vesturlandi / Straumfjarðará

Straumfjarðará

Straumfjarðará er gjöful og skemmtileg laxveiðiá sem á upptök sín úr Baulárvallavatni á Snæfellsnesi og er um 16 km löng að ósi á Löngufjörum, en áin er laxgeng um 12 km vegalengd, allt að Rjúkandafossi.

Áin rennur um fjölbreytt landslag og er með um 27 merkta veiðistaði sem allir eru nokkuð aðgengilegir.
Þar sem áin er dragá getur hún verið mjög breytileg eftir vatnsmagni hverju sinni og veiðistöðum fjölgar í rigningartíð og vatnavöxtum.
Eingöngu er veitt á flugu í Straumsfjarðará úr tímabilið sem nær frá 20. júní og nær til 12. september ár hvert.

Kvóti hefur verið ákveðinn 3 laxar á stöng á vakt, og skylduslepping er á öllum laxi 70 cm eða stærri.

Glæsilegt veiðihús með fullri þjónustu er við ánna sem veiðimönnum er skylt að nýta sér.

Fish Partner

Gefðu svæðinu þína umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

x

Check Also

Straumar – Hvítá

Hvítá í Borgarfirði er 117 km löng jökulá sem aðskilur Borgarfjarðarsýslu frá Mýrasýslu. Uppspretta Hvítár ...