Heim / Laxveiði / Laxveiði á Suðvesturlandi / Laxá í Leirársveit

Laxá í Leirársveit

Laxá í Leirársveit er lindá í Borgarfirði í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.

Upptök hennar teljast í Eyrarvatni í Svínadal en í rauninni rennur hún milli allra vatnanna í Svínadal og heitir efst Draghálsá, þar sem hún fellur í Geitabergsvatn, síðan Þverá milli þess og Þórisstaðavatns og á milli Þórisstaðavatns og Eyrarvatns heitir hún Selós.

Áin fellur svo um Leirársveit og til sjávar norðan við Akranes. Kallast víðáttumikið ósasvæði hennar Leirárvogar eða Grunnafjörður og er friðland fyrir fugla. Ósasvæðið er um 6 km langt að sjó, áin sjálf, frá ósasvæðinu að Eyrarvatni, er um 14 km að lengd og vötnin og árnar þar fyrir ofan um 10 km.

Laxá er ein af skemmtilegri og betri laxveiðiám landsins. Áður var hún aðeins laxgeng upp að Eyrarfossi, um 2 km neðan við Eyrarvatn, en árið 1950 var gerður laxastigi í fossinn og er hún síðan laxgeng alveg upp í Draghálsá.

Undanfarin ár hefur hún verið í flokki aflahæstu laxveiðiám landsins, með meðalveiði uppá um 1000 laxa undanfarin ár, en veitt er á 4 – 7 stöngum í ánni eftir tímabili.
Í ánni eru yfir 70 veiðistaðir, sem margir hverjir geta orðið teppalagðir af laxi.

x

Check Also

Skuggi – Hvítá

Hvítá í Borgarfirði er 117 km löng jökulá sem aðskilur Borgarfjarðarsýslu frá Mýrasýslu. Uppspretta Hvítár er við Eiríksjökul, hún rennur út í hafið nálægt Borgarnesi. ...