Svæði sem vert er að skoða
Heim / Laxveiði / Laxveiði á Vesturlandi / Straumar – Hvítá

Straumar – Hvítá

Hvítá í Borgarfirði er 117 km löng jökulá sem aðskilur Borgarfjarðarsýslu frá Mýrasýslu. Uppspretta Hvítár er við Eiríksjökul, hún rennur út í hafið nálægt Borgarnesi. Hvítá er 10. lengsta á Íslands.

Í þessari 10. lengstu á landsins er að finna skemmtileg og gjöful veiðisvæði. Straumarnir er eitt þessara svæða, en þetta er tveggja stanga svæði, niður frá ármótunum þar sem Norðurá rennur Hvítá. Hérna á laxinn það til að staldra við áður en hann heldur áfram upp í bergvatnsárnar í kring.

Jörðin Ferjukot er með veiðirétt hér, og fylgir gamalt en þó ágætt veiðihús sem var byggt árið 1930.

Gefðu svæðinu þína umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

x

Check Also

Straumfjarðará

Straumfjarðará er gjöful og skemmtileg laxveiðiá sem á upptök sín úr Baulárvallavatni á Snæfellsnesi og ...