Heim / Laxveiði / Laxveiði á Vesturlandi / Tunguá í Borgarfirði

Tunguá í Borgarfirði

Tunguá er skemmtileg laxveiðiá og er í Borgarfirði, í um 70 km fjarlægð frá Reykjavík.

Tunguá fellur í Grímsá á móts við Oddstaði og Brautartungu. Hún á upptök í vestanverðu Kvígyndisfelli, og er 20 km. löng. Um það bil 10 km. frá ármótum er Englandsfoss, 8 m. hár og ekki fiskgengur. Vatnasvið Tunguár 67 ferkm.

Leiðarlýsing að Tunguá er uþb. 20. Km. upp Lundareykjardal að sunnanverðu og koma menn þá að ánni. Veiðihúsið sem fylgir seldum veiðileyfum er rétt innan við bæinn Brennu.

Áin er ákaflega frjósöm og einmitt vegna þessa kallaði rithöfundurinn Björn Blöndal ána laxamóður Grímsár
Tunguá er hrein dragá og verður vatnslítil í þurrkum. í ánni eru hinsvegar góðir hyljir þar sem lax liggur iðulega í þónokkru magni. Áin hentar einkar vel til fjölskylduferða.

Veitt er á 2 stangir í Tunguá.

x

Check Also

Álftá á Mýrum

Álftá á Mýrum er lítil og nett laxveiðiá sem á upptök sín í jaðri Álftárhrauns. Áin fær einnig til sín vatn frá litlum stöðuvötnum í ...