Áhugaverð svæði

Norðurá II

Norðurá sem talin er af mörgum vera drottning íslenskra laxveiðiáa er í Borgarfirði, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík, ef miðað er við staðsetningu veiðihússins á Rjúpnaási. Norðurá á upptök sín uppi á Holtavörðuheiði í Holtavörðuvatni og eftir að fjölmargir lækir sameinast ánni verður hún að þeirri stórá sem hún er þegar hún kemur niður af heiðinni. Veiðisvæði Norðurár nær í heild sinni frá brú við Fornahvamm niður að ármótum Norðurár og Hvítár. Þetta er ein allra besta laxveiðiá landsins og hefur ár eftir ár verið í fremstu röð yfir aflahæstu ár landsins með tæplega 1600 laxa meðalveiði. Ánni er…

Umsögn Veiðistaðavefsins

Verð veiðileyfa
Aðkoma að veiðistöðum
Umhverfi
Almenn ánægja

Frábært

Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.

Norðurá sem talin er af mörgum vera drottning íslenskra laxveiðiáa er í Borgarfirði, um 110 km fjarlægð frá Reykjavík, ef miðað er við staðsetningu veiðihússins á Rjúpnaási.

Norðurá á upptök sín uppi á Holtavörðuheiði í Holtavörðuvatni og eftir að fjölmargir lækir sameinast ánni verður hún að þeirri stórá sem hún er þegar hún kemur niður af heiðinni. Veiðisvæði Norðurár nær í heild sinni frá brú við Fornahvamm niður að ármótum Norðurár og Hvítár.

Þetta er ein allra besta laxveiðiá landsins og hefur ár eftir ár verið í fremstu röð yfir aflahæstu ár landsins með tæplega 1600 laxa meðalveiði.

Ánni er skipt upp í 3 svæði, Norðurá I sem er neðsta svæðið, Norðurá 2 sem er aðalsvæði Norðurár, og í lokin Fjallið.
Í ánni eru um 170 merktir veiðistaðir. Fjölbreytileiki þeirra er mikill, allt frá nettum strengjum, gljúfrum og upp í stórar og vatnsmiklar breiður. Þrír fossar eru helstir í Norðurá eins og áður er sagt, Laxfoss, Glanni og Krókfoss, hver öðrum fallegri. Af þeim er Laxfoss líklegast sá þekktasti, og hjálpar þar kannski til nafnið á einu sögufrægasta farþegaskipi Íslendinga frá fyrri tíð.

Veiðisvæði Norðurár II er nokkuð breytilegt á veiðitímanum. 5. júní til 6. júlí (hádegi) er veiðisvæðið frá Engjanefi til og með Kálfhylsbroti. Frá 6. júlí (hádegi) og til 1. sept. (hádegi) er veiðisvæðið frá og með Símastreng og upp að brú við Fornahvamm.

Eingöngu er leyfð veiði á flugu og skal öllum laxi 70 cm eða stærri sleppt.
Kvóti er 3 laxar á stöng á dag.

Skemmtilegar myndir frá svæðinu:

Fish Partner
x

Check Also

Skuggi – Hvítá

Hvítá í Borgarfirði er 117 km löng jökulá sem aðskilur Borgarfjarðarsýslu frá Mýrasýslu. Uppspretta Hvítár er við Eiríksjökul, hún rennur út í hafið nálægt Borgarnesi. ...