Hvítá í Borgarfirði er 117 km löng jökulá sem aðskilur Borgarfjarðarsýslu frá Mýrasýslu. Uppspretta Hvítár er við Eiríksjökul, hún rennur út í hafið nálægt Borgarnesi. Hvítá er 10. lengsta á Íslands.
Í þessari 10. lengstu á landsins er að finna skemmtileg og gjöful veiðisvæði. Brennan er eitt þessara svæða og er vel þekkt meðal stangaveiðimanna, en þetta er tveggja stanga svæði þar sem Þverá sameinast Hvítá. Hérna á laxinn það til að staldra við áður en hann heldur áfram upp í bergvatnsárnar í kring.
Þetta svæði tilheyrir jörðinni Hamarendum.