fbpx
Svæði sem vert er að skoða
Heim / Laxveiði (page 2)

Laxveiði

Laxá á Skógarströnd

Laxá á Skógarströnd rennur frá Götuvötnum á Rauðamelsheiði um 10km leið til sjávar í Árnhúsavog. Laxgengur hluti árinnar er hinsvegar einungis um 2 km. Blankur og Blængur eru þverár Laxár á laxgengum 2km kafla árinnar, og inn í þessar þverár gengur einnig lax. Engin veiðileyfi eru seld í ánna, en landeigendur sjálfir ráðstafa veiðinni sem hefur verið að meðaltali um ...

Lesa meira »

Fossá í Þjórsárdal 5/5 (2)

Fossá - Veiðistaðavefurinn

Fossá er ákaflega falleg á ofarlega í Þjórsárdal í Gnjúpverjahreppi, í um 120 km fjarlægð frá Reykjavík, og á upptök sín í Fossárdrögum. Hún sameinast svo Þjórsá rétt neðan við þjóðveldisbæjinn að Stöng. Hjálparfoss sem er einn fallegri foss landsins er efsta svæði laxasvæðisins, en það nær svo samfleytt niður að ósum Þjórsár, um 2 km leið í stórbrotnu umhverfi. ...

Lesa meira »

Haffjarðará

Haffjarðará er á Snæfellsnesi í um 120km fjarlægð frá Reykjavík og er ein af þekktustu laxveiðiám landsins. Þessi 25 km langa á rennur úr Oddastaðavatni og rennur til sjávar á Löngufjörum. Af þessum 25 km er veiðisvæðið sjálft um 16 km langt. Áin rennur um stórbrotið umhverfi Rauðhálsahrauns og Eldborgarhrauns á leið til sjávar. Mikið er af góðum veiðistöðum í ...

Lesa meira »

Laxá í Nesjum – Skagaheiði

Laxá í Nesjum er á Skagaheiði, en Skagaheiði er stórkostlegt land sem fáir þekkja, þar er töfrandi fegurð og heillandi möguleikar til útivistar. Landslagið er tiltölulega lágt, yfirleitt undir tvö hundruð metrum. Stórar klettaborgir breiða víða úr sér og í lægðum á milli þeirra eru veiðivötnin sem vart eiga sinn líka hér á landi. Vegalengd frá Reykjavík er um 340 ...

Lesa meira »

Gufuá í Borgarfirði

Gufuá er lítil tveggja stanga bergvatnsá í Borgarfirði í um 77 km fjarlægð frá Reykjavík. Í ánni, sem geymir sjálfstæðan laxastofn, getur oft gert ágætis laxveiði, og endaði árið 2015 til að mynda með um 200 laxa. Þetta er ekki mikið vatnsfall og á það til að þorna verulega upp á þurrkasumrum, og þá sér í lagi efri hluti árinnar. ...

Lesa meira »

Þverá í Fljótshlíð

Þverá í Fljótshlíð er um 26 km löng 4 stanga lindá með dragáreinkenni sem á upptök sín í Fljótshlíð, en hana mynda margar smáár sem allar eiga upptök sín ofan Fljótshlíðar. Hún er fremur lítil og nett til að byrja með en vex eftir því sem hliðarár falla í hana og er orðin um 4 m3/sek við ós Eystri Rangár. ...

Lesa meira »

Eystri Rangá 5/5 (1)

Eystri Rangá

Eystri Rangá er á suðurlandi í um 100 km fjarlægð frá Reykjavík og rétt við Hvolsvöll. Þetta er um 60 km löng lindá sem á upptök sín við Tindafjallajökul á hálendinu. Hún er hinsvegar fiskgeng um 22 km vegalengd, eða allt að Tungufossi hjá Árgilsstöðum. Eystri Rangá sameinast Þverá um 5 km. austan við ármót Ytri Rangár og Þverár. Þetta ...

Lesa meira »

Selá í Álftafirði 4/5 (1)

Selá í Álftafirði er tveggja stanga 15 km löng dragá í um 500 km fjarlægð frá Reykjavík og í um 63 km fjarlægð frá Höfn í Hornafirði. Hún rennur um Starmýrardal til sjávar í Álftafirði fyrir austan Þvottárskriður. Umhverfi Selár er einstaklega fagurt þar sem hún hlykkjast um gljúfur og fjölbreytt fallegt svæði. Áin er fiskgeng um 9 km vegalengd ...

Lesa meira »

Fljótaá

Fljótaá er í Holtshreppi í Fljótum í Skagafjarðarsýslu í um 440 km fjarlægð frá Reykjavík og um 25 km fjarlægð frá Siglufirði. Þetta er 8 km löng 4 stanga laxveiðiá sem einnig er mjög þekkt fyrir góða bleikjuveiði og á upptök sín í Stífluvatni. Veiðisvæðið sjálft er um 5 km langt og eru merktir veiðistaðir um 65 með nokkuð góðu ...

Lesa meira »

Búðardalsá

Búðardalsá skemmtileg 2 stanga laxveiðiá á Skarðströnd í um 50 km fjarlægð frá Búðardal og í um 210 km fjarlægð frá Reykjavík. Búðardalsá á upptök sín í Búðardalsdrögum og rennur niður Búðardal niður til sjávar á Skarðströnd við Breiðafjörð. Á leiðinni sameinst Hvarfadalsá Búðardalsá og gerir Búðardalsá að nokkuð nokkuð góðri og vatnsmikilli á. Þetta er um 14 km löng ...

Lesa meira »