fbpx
Svæði sem vert er að skoða
Heim / Laxveiði (page 2)

Laxveiði

Móra á Barðaströnd

Móra - Veiðistaðavefurinn

Móra er lax-og silungsveiðiá sem fellur um Mórudal á Barðaströnd á sunnaverðum Vestfjörðum í um 350 km fjarlægð frá Reykjavík. Móra er ekki langt frá Brjánslæk, og Vatnsfirði. Einungis eru um 40 km frá Patreksfirði að Móru. Upptök Móru, sem er dragá, eru í Hosuhlíðarvatni, og rennur hún eins og fyrr sagði um Mórudal og fellur í Hagavaðal til sjávar. ...

Lesa meira »

Tjarnará á Vatnsnesi

Tjarnará á Vatnsnesi - Veiðistaðavefurinn

Tjarnará er utarlega á vestanverðu Vatnsnesi í um 222 km fjarlægð frá Reykjavík, en Vatnsnes er hálendur skagi milli Miðfjarðar og Húnafjarðar. Áin fellur um 15 km vegalegd um Þorgrímsstaðardal frá upptökum sínum í Vatnsnesfjalli. Tjarnará heitir í raun Tunguá þegar hún fellum um Þorgrímsstaðardal, en breytir svo um nafn og fellur til sjávar sem Tjarnará. Þessi viðkvæma dragá getur ...

Lesa meira »

Sandá í Þistilfirði

Sandá er ein af þessum frægu laxveiðiám og er í Þistilfirði á Norð-Austurlandi í um 615 km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 230 km fjarlægð frá Akureyri. Skotspölur er frá Þórshöfn í Sandá, eða einungis um 25 km. Veiðisvæði Sandár er um 14 km langt frá sjávarósi og allt upp að Sandárfossi, og er með um eða yfir 40 ...

Lesa meira »

Vatnsdalsá

Vatnsdalsá rennur um Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu í um 220 km fjarlægð frá Reykjavík. Hún er dragá, 74 km löng frá upptökum, sem gerir hana að 16. lengstu á landsins. Upptökin eru upp á Haukagilsheiði, og Grímstunguheiði þar sem hún safnar í sig vatni, og rennur svo niður í Vatnsdal, sem er rómaður fyrir mikla náttúrufegurð. Fjölmargir lækir og ár renna ...

Lesa meira »

Andakílsá í Borgarfirði 5/5 (1)

Andakílsá - Veiðistaðavefurinn

Andakílsá er í Borgarfirði í um 72 km fjarlægð frá Reykjavík. Andakílsá er dragá sem fellur úr Skorradalsvatni og rennur um 12 kílómetra leið uns hún fellur í Hvítá í Borgarfirði. Í ánni eru fossar, Andakílsárfossar. Í Andakílsá er Andakílsárvirkjun en hún var byggð á árunum 1946-47. Virkjunin er í dag rekin af Orkuveitu Reykjavíkur. Virkjað afl er 8.2 megavött ...

Lesa meira »

Affall í Landeyjum 4/5 (1)

Affall - Veiðistaðavefurinn

Affallið er lítil og tær bergvatnsá sem er staðsett rétt austan Hvolsvallar, í um 120 km fjarlægð frá Reykjavík, og rennur milli austur og vestur Landeyja. Vegna tengsla við Markarfljót var Affallið áður fyrr mjög jökullitað, en eftir fyrirhleðslur uppi á Markarfljótsaurum hefur það breyst mikið til batnaðar og er orðin tær bergvatnsá. Lax er ræktaður í Affallinu og veiðast ...

Lesa meira »

Miðfjarðará í Miðfirði

Veiðistaðavefurinn - Miðfjarðará

Miðfjarðará rennur um Miðfjörð í Vestur-Húnavatnssýslu í um 180 km fjarlægð frá Reykjavík, og fellur til sjávar í botni Miðfjarðar innan við Hvammstanga. Miðfjarðará verður til við sameiningu Núpsár, Austurár, og Vesturár, en samanlagt vatnssvið þessara áa er töluvert, en Miðfjarðaráin sjálf er hinsvegar einungis um 13 km löng. Efstu upptök ána þriggja liggja uppá á heiðunum suður af Miðfjarðardölum, ...

Lesa meira »

Fjarðarhornsá á Barðaströnd

Fjarðarhornsá

Fjarðarhornsá er á Barðaströnd á Vestfjörðunum í um 270 km fjarlægð frá Reykjavík, og í um 128 km fjarlægð frá Patreksfirði. Efstu upptök hennar er á hálendinu á Kollafjarðarheiði, og fellur til sjávar innst í Kollafirði eftir að hafa runnið niður Fjarðarhornsdal. Fjarðarhornsá er flokkuð sem laxveiðiá, en þar sem hún er nokkuð köld er hún nokkuð góð bleikjuá einnig, ...

Lesa meira »

Flekkudalsá í Dalasýslu

Flekkudalsá - Mynd: Jeff Currier

Flekkudalsá, eða Flekkan eins og hún er oft kölluð, er þriggja stanga laxveiðiá á sunnanverðri Fellsströnd við Hvammasjörð í Dalasýslu í um 202 km fjarlægð frá Reykjavík og um 39 km fjarlægð frá Búðardal. Þetta er 20 km löng dragá sem á efstu upptök sín á hálendinu í Klofningsfjallgarði, og fellur til sjávar í Hvammsfjörð vestan við bæjinn Ytra Fell ...

Lesa meira »

Svínafossá í Hvammsfirði

Svínafossá

Svínafossá er í Hvammsfirði í um 134 km fjarlægð frá Reykjavík og var ein af fyrstu sleppiám landsins, og var nokkuð vinsæl til veiða hér áður fyrr eftir að hafbeitarlaxi var sleppt fyrir ofan foss í Svínafossá. Þetta var einnar stanga á á meðan fjörinu stóð, en að sögn hefur áin nú verið friðuð fyrir allri veiði. Ekki er vitað ...

Lesa meira »