Áhugaverð svæði

Brynjudalsá

Brynjudalsá er lítil og nett laxveiðiá í Hvalfjarðarbotni.

Frá Reykjavík er ekinn þjóðvegur 1 (Vesturlandsvegur) í átt að Hvalfjarðargöngum. Stuttu áður en komið er að göngunum er beygt til hægri og ekið inn Hvalfjörð yfir brúna yfir Laxá í Kjós og inn í Hvalfjarðarbotn.

Brynjudalsá á upptök sín ofan Bryjudals og rennur til sjávar í Brynjudalsvog í Hvalfirði. Heildarlengd er 11 km. en vatnasvið hennar er 42 ferkm.
Á veiðisvæðinu eru tveir áberandi fossar þar sem mikill lax getur safnast saman við vissar aðstæður. Einmitt við þær aðstæður krefst áin nærgætni af hendi veiðimanna til að góður árangur náist.

Seldar eru 2 stangir á dag í Brynjudalsá og nær tímabilið frá 28. júní til 28. september. Notarlegt veiðihús fylgir seldum veiðileyfum.

Fish Partner

Ein umsögn

  1. Good morning, I would like to spend about 12 days fishing in Iceland going around the whole island. I would like to fish 2 days in each river and rest one. Could you make me a self-catering circuit in rivers that, although they are not well known, have salmon fishing? At least we would be two people but the safest thing is that we will be 3 or 4

Gefðu svæðinu þína umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

x

Check Also

Laxá í Aðaldal- Nesveiðar

Laxá í Aðaldal Nessvæðið er margrómað veiðsvæði og  er staðsett í um 12 km fjarlægð frá Húsavík. Til að komast á svæðið er ekinn er ...