Áhugaverð svæði
Heim / Laxveiði / Laxveiði á Suðvesturlandi / Laxá í Kjós & Bugða

Laxá í Kjós & Bugða

Laxá í Kjós er laxveiðiá sem á upptök í Stíflisdalsvatni í Þingvallasveit. Í ánni er fossinn Þórufoss og gengur lax upp að þeim fossi. Lengd Laxár er 25 km.
Hún er í um 30 km. fjarlægð frá Reykjavík inn af Hvalfirði.

Fyrsta laxaklak á Íslandi var reynt í Laxá árið 1884. Frumkvæði að þeirri tilraun átti Þorkell Bjarnason prestur á Reynivöllum en hann fékk hingað norræna fiskifræðinga og var kössum sem vatn gat runnið í gegnum komið fyrir í Laxá og í kassana settar 13 hrygnur og 18 hængar.

Laxá í Kjós og Bugða hafa um langt árabil verið meðal bestu laxveiðiáa landsins. Náttúrufegurð er mikil í Kjósinni og fjöldi fallegra veiðistaða. Veiðisvæðið er um 25 km langt með yfir 100 merkta veiðistaði. Aðgengið að ánni er þægilegt og nægir 4×4 fólksbíll fyllilega til að athafna sig á bökkum Laxár í Kjós og Bugðu.

Bæði Laxá í Kjós og Bugða eru skemmtilegar fluguveiðiár og flesta veiðistaði er vel hægt að veiða með einhendu.

Veitt er með 8 – 10 stöngum út tímabilið sem nær frá 20. júní og nær til 25. september.

Fish Partner

Ein umsögn

  1. Algjörlega mögnuð með mikið af flottum veiðistöðum.

Gefðu svæðinu þína umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

x

Check Also

Laxá í Aðaldal- Nesveiðar

Laxá í Aðaldal Nessvæðið er margrómað veiðsvæði og  er staðsett í um 12 km fjarlægð frá Húsavík. Til að komast á svæðið er ekinn er ...