Elliðaár eru ár sem renna frá Elliðavatni skammt frá Reykjavík, um Elliðaárdal og út í Faxaflóa. Árnar kvíslast og því heita þær Elliðaár en ekki Elliðaá. Elliðaárnar eru lindár sem koma úr lindum við Elliðavatn, í Heiðmörk og á Mosfellsheiði. Meðalrennsli ánna er um 5 m3/s.
Árnar og vatnið eru kenndar við skip Ketilbjörns gamla landnámsmanns sem getið er í Landnámu. Við Elliðaár var fyrsta virkjunin á Íslandi byggð árið 1921.
Það verður að teljast harla fágætt að geta stundað laxveiðar inn í miðri höfuðborg, en við Íslendingar getum státað okkur af því. Elliðaárnar eru sannkölluð perla Reykjavíkur og slær flestum laxveiðiám ref fyrir rass þegar kemur að veiðitölum. Veiðin í Elliðaánum hefur verið stöðug og góð undanfarin ár en veiðisvæðið nær frá Elliðavatnsstíflu niður að ósi.
Frá og með 1. júlí til og með 15. ágúst eru veiðisvæðin þrjú og veitt með sex stöngum. Tvær stangir eru á hverju svæði.
Frá 1.september til 15.september er veitt á 4 stangir og er þá einungis heimilt að veiða á flugu og ber að sleppa öllum laxi en þá er veiðisvæðið eingöngu ofan Árbæjarstíflu.
Elliðaár – vinsælar flugur: