Heim / Laxveiði / Laxveiði á Suðvesturlandi / Elliðaár í Elliðarárdal
  • Elliðaár

    Laxveiðiperla innan borgarmarkanna

  • Elliðaár

    Laxveiðiperla innan borgarmarkanna

  • Elliðaár

    Laxveiðiperla innan borgarmarkanna

  • Elliðaár

    Laxveiðiperla innan borgarmarkanna

Elliðaár í Elliðarárdal

Elliðaár - Veiðistaðavefurinn

Elliðaár eru ár sem renna frá Elliðavatni skammt frá Reykjavík, um Elliðaárdal og út í Faxaflóa. Árnar kvíslast og því heita þær Elliðaár en ekki Elliðaá. Elliðaárnar eru lindár sem koma úr lindum við Elliðavatn, í Heiðmörk og á Mosfellsheiði. Meðalrennsli ánna er um 5 m3/s.

Árnar og vatnið eru kenndar við skip Ketilbjörns gamla landnámsmanns sem getið er í Landnámu. Við Elliðaár var fyrsta virkjunin á Íslandi byggð árið 1921.

Það verður að teljast harla fágætt að geta stundað laxveiðar inn í miðri höfuðborg, en við Íslendingar getum státað okkur af því. Elliðaárnar eru sannkölluð perla Reykjavíkur og slær flestum laxveiðiám ref fyrir rass þegar kemur að veiðitölum. Veiðin í Elliðaánum hefur verið stöðug og góð undanfarin ár en veiðisvæðið nær frá Elliðavatnsstíflu niður að ósi.

Frá upphafi tímabils, 21. júní, eru veiðisvæðin tvö og þá er veitt á fjórar stangir í ánum.
Frá og með 1. júlí til og með 15. ágúst eru veiðisvæðin þrjú og veitt með sex stöngum. Tvær stangir eru á hverju svæði.
Frá 1.september til 15.september er veitt á 4 stangir og er þá einungis heimilt að veiða á flugu og ber að sleppa öllum laxi en þá er veiðisvæðið eingöngu ofan Árbæjarstíflu.

Elliðaár – vinsælar flugur:

x

Check Also

Laxá í Aðaldal- Nesveiðar

Laxá í Aðaldal Nessvæðið er margrómað veiðsvæði og  er staðsett í um 12 km fjarlægð frá Húsavík. Til að komast á svæðið er ekinn er ...