• Geirlandsá

    Ein af fremstu sjóbirtingsám Íslands

  • Geirlandsá

    Ein af fremstu sjóbirtingsám Íslands

Geirlandsá

Geirlandsá - Veiðistaðavefurinn

Geirlandsá á Síðu er bergvatnsá sem er staðsett í V-Skaftafellssýslu í um 275 km fjarlægð frá Reykjavík, og einungis í um 3 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri.

Geirlandsá á upptök sín uppi á vesturhálendi Kaldbaks í Geirlandsbotnum sem liggur í um 600 metrum yfir sjávarmáli, og er lengd hennar um 22 km.

Áin er fiskgeng upp að Hagafossi sem er um 12 km kafli.
Fyrir neðan fossinn rennur áin í hrikalega fögrum gljúfrum sem breikka svo er neðar dregur en þar fer áin að sveigja um gljúfurbotninn og rennur svo um flatlendi þar sem malarbotn er og að lokum á söndum.

Geirlandsá hefur fest sig í sessi sem ein af fremstu sjóbirtingsám Íslands, en einnig er um að ræða nokkuð mikla laxa- og bleikjuvon. Þarna veiðast gríðarstórir sjóbirtingar á hverju ári, allt að 15 punda fiskar.

Veiðisvæðið er öll áin, eða allt frá Hagafossi sem er efsti veiðistaður árinnar og niður fyrir þjóðvegsbrúnna á neðsta veiðistaðinn sem er Garður.

Veitt er á fjórar stangir allt tímabilið sem nær frá 18. júní til 18. október.
Þarna er einnig stunduð vorveiði frá 1. apríl til 13 júní.

Leyfilegt agn í Geirlandsá er fluga, maðkur, spónn og devon, en þó er maðkur ekki leyfður í vorveiðinni.
Gott veiðihús fylgir seldum veiðileyfum.

Geirlandsá – skemmtilegar myndir frá svæðinu:

 

x

Check Also

Villingavatn

Villingavatn

Villingavatn er lítið 0.18 km2 vatn við enda Þingvallavatns til suðurs við hlið Ölvusvatnsá og Ölvusvatnsós. Vatnið er grunnt 800m langt og 300 m að ...