Heim / Laxveiði / Laxveiði á Norðurlandi / Blanda 1 neðsta svæði Blöndu
  • Blanda 1

    Baráttan við boltana

  • Blanda 1

    Baráttan við boltana

  • Blanda 1

    Baráttan við boltana

  • Blanda 1

    Baráttan við boltana

Blanda 1 neðsta svæði Blöndu

Blanda 1

Blanda 1 er neðsta svæði Blöndu, sem er jökulá í Austur-Húnavatnssýslu á Norðvesturlandi og rennur í gegnum Blönduós, í um 240 km fjarlægð frá Reykjavík.

Hún á uppruna sinn í Hofsjökli en einnig renna í hana fjölmargar bergvatnsár af húnvetnsku heiðunum.

Áin er um 125 km að lengd, sem gerir hana að áttundu lengstu á landsins, og er vatnasviðið um 2300 ferkílómetrar.

Blanda rennur ofan af Eyvindarstaða- og Auðkúluheiði um 18 kílómetra langt gljúfur, Blöndugil, ofan í Blöndudal og síðan um Langadal og til sjávar í Húnafirði sem liggur inn af Húnaflóa.

Blanda hefur skipað sér öruggan sess sem ein af bestu laxveiðiám Íslands. Vandfundin er sú á sem gefur betri veiði í upphafi tímabils og er stórlaxastofninn i ánni sérlega öflugur.

Alltaf hefur mikill lax verið í henni en áður en hún var virkjuð var hún mjög gruggug svo að laxinn sá sjaldnast beituna og var húkk helsta veiðiaðferðin, en það er úr sögunni eftir að jökulaurinn hvarf.

Blöndu er skipt í fjögur veiðisvæði:

  • Svæði I er neðan Ennisflúða
  • Svæði II er frá Breiðavaðslæk að heimreið að Æsustöðum.
  • Svæði III nær frá Æsustöðum að útfalli Blönduvirkjunar
  • Svæði IV er fyrir framan Blönduvirkjun

Veitt er á 4 stangir í Blöndu I, tvær á hvorum bakka út tímabilið sem nær frá 5. júlí til 5. september ár hvert.

Meðalvikt laxa í Blöndu er nokkuð góð, eða 8 pund, og er hentugast að veiða með 13-15″ tvíhendum fyrir línu 9-11.

Glæsilegt veiðihús fylgir seldum veiðileyfuum í Blöndu I og ber að geta að skildugisting er á seldum veiðileyfum frá opnun og til 10. ágúst.

Blanda 1 – vinsælar flugur:

Staðsetning:

x

Check Also

Hallá, við Skagaströnd

Hallá er á norðurlandi sem fellur í Húnaflóa rétt utan við Skagaströnd 280 km fjarlægð frá Reykjavík. 10 mín akstursfjarlægð frá Blönduós. Þetta er 16 ...