Áhugaverð svæði
Heim / Laxveiði (page 3)

Laxveiði

Blanda 2

Blanda 2 er annað svæðið í Blöndu, sem er jökulá í Austur-Húnavatnssýslu á Norðvesturlandi og rennur í gegnum Blönduós, í um 240 km fjarlægð frá Reykjavík. Hún á uppruna sinn í Hofsjökli en einnig renna í hana fjölmargar bergvatnsár af húnvetnsku heiðunum. Áin er um 125 km að lengd, sem gerir hana að áttundu lengstu á landsins, og er vatnasviðið ...

Lesa meira »

Blanda 1

Blanda 1 er neðsta svæði Blöndu, sem er jökulá í Austur-Húnavatnssýslu á Norðvesturlandi og rennur í gegnum Blönduós, í um 240 km fjarlægð frá Reykjavík. Hún á uppruna sinn í Hofsjökli en einnig renna í hana fjölmargar bergvatnsár af húnvetnsku heiðunum. Áin er um 125 km að lengd, sem gerir hana að áttundu lengstu á landsins, og er vatnasviðið um ...

Lesa meira »

Álftavatn – Sogið

Álftavatn er í Soginu, en Sogið er 19 kílómetra löng lindá sem fellur úr Þingvallavatni. Það er vatnsmesta lindá landsins með meðalrennsli upp á 110 m³/s. Mikil lax- og silungagengd er í ánni, en hún minnkaði þó til muna þegar Ljósafossstöð, fyrsta af þremur virkjunum árinnar, var byggð. Hinar virkjanirnar eru Steingrímsstöð og Írafossstöð. Sogið mætir Hvítá og myndar Ölfusá ...

Lesa meira »

Hallá

Hallá er á norðurlandi sem fellur í Húnaflóa rétt utan við Skagaströnd 280 km fjarlægð frá Reykjavík. 10 mín akstursfjarlægð frá Blönduós. Þetta er 16 km. löng dragá, en veiðisvæði árinnar er hinsvegar um 10 km að lengd. Það eru margir maríulaxarnir sem komið hafa úr Hallá sem er tilvalin fyrir fjölskyldur og minni hópa. Þetta er lítil og viðkvæm ...

Lesa meira »

Geirlandsá

Geirlandsá á Síðu er bergvatnsá sem er staðsett í V-Skaftafellssýslu í um 275 km fjarlægð frá Reykjavík, og einungis í um 3 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri. Geirlandsá á upptök sín uppi á vesturhálendi Kaldbaks í Geirlandsbotnum sem liggur í um 600 metrum yfir sjávarmáli, og er lengd hennar um 22 km. Áin er fiskgeng upp að Hagafossi sem er um ...

Lesa meira »

Norðlingafljót

Norðlingafljót er ein fallegasta laxveiðiá landsins, en áin á frumupptök í Efri Fljótadrögum, uppi undir Langjökli. Norðlingafljót að hluta til dragá en einnig með veruleg lindáreinkenni. Frá upptökum rennur það til vesturs, norðan Sauðafjalla, Þorvaldsháls og Hallmundarhrauns uns það nær byggð, efst í Hvítársíðu. Á þessari leið falla til þess ýmsir lækir og kvíslar úr vötnum og uppsprettum. Einnig smáar ...

Lesa meira »

Þverá-Kjarrá

Þverá-Kjarrá í Borgarfirði á upptök sín í vötnum inn á Tvídægru við Kvíslamót en frá þeim stað er að­eins steinsnar að upptökum Núpsár í Miðfirði. Frá Tvídægru rennur áin niður Kjarrárdal og þar sameinast henni hliðarárnar Krókavatnsár og Lambá. Þverá og Kjarrá í Borgarfirði eru í raun ein og sama áin þótt stundum sé rætt um þetta vatnasvæði sem tvær ...

Lesa meira »

Reykjadalsá í Borgarfirði

Reykjadalsá í Borgarfirði er mörgum góðu kunn, en hún á upptök sín við rætur Oks og rennur um Reykholtsdal framhjá þeim sögufræga stað Reykholti. Áin sameinast svo Flókadalsá og renna þær saman í Hvítá við Svarthöfða. Ef komið er frá Reykjavík er beygt til hægri af þjóðvegi 1 áður en farið er yfir Borgarfjarðarbrúna og inn á Borgarfjarðarbraut (veg nr. ...

Lesa meira »

Flókadalsá í Borgarfirði

Flóka, eða Flókadalsá er lítil bergvatnsá hefur einkenni bæði dragáa og lindáa. Hún á upptök í vestanverðu Oki, og fellur þaðan, 35 km. leið til Hvítár í Borgarfirði, rétt ofan við Svarthöfða. Flókan er laxgeng langleiðina til upptaka sinna og þveráin Engjadalsá að hluta. Meðalveiði áranna frá 1974 til 2008 er 363 laxar, minnst var veiðin 181 lax árið 1981, ...

Lesa meira »

Laxá í Leirársveit

Laxá í Leirársveit er lindá í Borgarfirði í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík. Upptök hennar teljast í Eyrarvatni í Svínadal en í rauninni rennur hún milli allra vatnanna í Svínadal og heitir efst Draghálsá, þar sem hún fellur í Geitabergsvatn, síðan Þverá milli þess og Þórisstaðavatns og á milli Þórisstaðavatns og Eyrarvatns heitir hún Selós. Áin fellur svo um ...

Lesa meira »