• Skálmardalsá

    Einstaklega gjöful sjóbleikjuá

  • Skálmardalsá

    Einstaklega gjöful sjóbleikjuá

Skálmardalsá

Skálmardalsá er í Skálmardal á Barðaströnd í um 280 km fjarlægð frá Reykjavík og á upptök sín á hálendinu ofan Gæsadals.
Þetta er ákaflega gjöful og vinsæl sjóbleikjuá þar sem veitt er á þrjár stangir út stutt tímabilið sem spannar einungis um 6 vikur ár hvert, frá miðjum júlí og til loka ágúst, í 12 klst dag hvern.

Mikil veiði getur verið í ánni eins og fyrr segir, og hefur 6 vikna veiði náð allt að 900 bleikjum.

Tveggja hæða rúmgott og fínt steinhús sem er á staðnum er notað sem veiðihús og fylgja afnot af því seldum veiðileyfum.
Einungis er veitt á flugu í Skálmardalsá.

Upplýsingar um veiðileyfi er hægt að nálgast hjá Pétri Péturssyni í síma 551-1716.

x

Check Also

Bjarnarfjarðará

Bjarnarfjarðará er afar vinsæl sjóbleikjuá sem er staðsett í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu í um 300 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 30 km fjarlægð frá ...