Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Vestfjörðum / Selá í Steingrímsfirði
  • Selá í Steingrímsfirði

    Vatnsmikil á með fallegar bleikjur

Selá í Steingrímsfirði

Selá í Steingrímsfirði - Veiðistaðavefurinn

Selá í Steingrímsfirði er í Strandasýslu á mörkum Hrófbergshrepps og Kaldrananesshrepps í um 275 km fjarlægð frá Reykjavík og einungis í um 15 km fjarlægð frá Hólamvík.
Þetta er ein af vatnsmestu ám á Vestfjörðum með meðalrennsli í kringum 16 rúmm. / sek og á upptök sín á Ófeigsfjarðarheiði í um 500 metrum yfir sjávarmáli.

Mestmegnis veiðist bleikja í Selá sem er að sögn nokkuð falleg en treg í töku og slæðingur af laxi.

Veitt er á 4 stangir í Selá dag hvern út tímabilið og leyfilegt er að veiða með flugu, maðk, og spón.
Ekkert veiðihús fylgir seldum veiðileyfum en ágætt tjaldsvæði er á staðnum.

Þess má geta að fastir viðskiptavinir ganga fyrir þegar kemur að veiðileyfum.
Allar upplýsingar um laus veiðileyfi gefur Hjörtur Þór Þórsson á Geirmundarstöðum í síma 451 3375.

Selá í Steingrímsfirði – veðrið á svæðinu:

x

Check Also

Bjarnarfjarðará

Bjarnarfjarðará er afar vinsæl sjóbleikjuá sem er staðsett í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu í um 300 km fjarlægð frá Reykjavík, og um 30 km fjarlægð frá ...