Grenlækur er Skaftárhreppi, V – Skaftafellssýslu í um 280 km fjarlægð frá Reykjavík og einungis um 12 km sunnan við Kirkjubæjarklaustur.
Svæði 5 í Grenlæknum er það sem er kallað Seglbúðasvæði, er 10 km langt afskaplega gjöfult veiðisvæði í einstakri náttúru.
Sumir kalla þennan læk Grænalæk og halda því fram, að það sé hið rétta nafn, dregið af því að á hann slær grænum lit.
Svæðið er veitt með 4 stöngum á dag og í læknum er sjóbirtingur, bleikja, og staðbundinn urriði, og veiðast árlega vel vænir fiskar.
Kvóti hefur verið ákveðinn 2 silungar á stöng á dag, en allri bleikju skal sleppt hinsvegar.
Helsta veiðiaðferðin hefur verið upstream púpuveiði sem löngum hefur gefið vel, en einnig eru þurrflugur og straumflugur sterkar.
Eingöngu er leyfð veiði á flugu á Seglbúðasvæðinu.
Veiðitímabilið á Seglbúðasvæðinu hefst 18 júní og nær til 10. október ár hvert.
Stórglæsilegt veiðihús fylgir seldum veiðileyfum með öllum þeim þægindum sem hugsast getur.