Miðdalsá í Steingrímsfirði er skemmtileg á í Kirkjubólshreppi, Strandasýslu. 230 km fjarlægð frá Reykjavík og einungis í um 12 km fjarlægð frá Hólmavík.
Hún á upptök sín í litlum tjörnum í um 330 metrum yfir sjávarmáli og rennur um fallegt umhverfi í Steingrímsfjörð sunnanverðan.
Áin er fjölbreytt, hægfljótandi litlar breiður og hraðfljótandi strengi. Efst í dalnum er gil og foss sem hefur verið gjöfull staður í gegnum árin.
Leyfðar er 2 stangir á dag.
Umsjón með veiðileyfum
Hægt er að hafa samband við Reyni í síma 893 6332 eða senda póst á netfangið grof@snerpa.is og athuga með veiðileyfi í iðdalsá í Steingrímsfirði