Heim / Silungsveiði / Silungsveiði á Vesturlandi / Hraunsfjörður á Snæfellsnesi

Hraunsfjörður á Snæfellsnesi

Hraunsfjörður - Veiðistaðavefurinn

Hraunsfjörður er á norðanverðu Snæfellsnesi, mitt á milli Stykkishólms og Grundarfjarðar.

Í raun er um að ræða lón fyrir innan stíflu við Hraunsfjörð.

Lónið er í um 180 km. fjarlægð frá Reykjavík. Ekið er sem leið liggur fram hjá Borgarnesi og beygt inn á Mýrar. Síðan er beygt upp á Vatnaleið, við Vegamót, í átt að Stykkishólmi. Þegar komið er yfir heiðina er beygt til vinstri í átt að Grundarfirði og síðan aftur til vinstri eftir um 4 km. við skilti er vísar á veiðisvæðið.

Hraunsfjörður er afburðarskemmtilegt veiðisvæði. Svæðið er víðáttumikið og mikið af fiski, sjóbleikju, sjóbirtingi og laxi.

Heimilt er að veiða í lóninu fyrir innan stíflu. Veiði fyrir neðan stíflu er bönnuð með öllu. Athugið að það er bannað að veiða í stífluopinu og ekki er heimilt að standa á steinsteypta kantinum og kasta þaðan. Samkvæmt veiðireglum má ekki veiða nær stíflu en 20 m.

Hraunsfjörður bíður upp á góða aðstöðu fyrir tjöld og húsbíla. Þá er farinn slóði vestan megin við vatnið, sem nær inn að botni fjarðarins. Einnig er bent á bændagistingu í Eyrarsveit og gistimöguleika í Grundarfirði og Stykkishólmi.

Mjög góð veiði er í júlí og ágúst en einnig hafa menn gert góða vorveiði í apríl og maí, sér í lagi sjóbleikjuveiði. Fiskurinn er mikið í flugu á vorin en síðsumars gengur bleikjan inn undir botn og er gjarna við ósa lækjanna sem falla í vatnið, sér í lagi á heitum dögum.

Veiði dreifist nokkuð jafnt yfir sumarið, en óneitanlega er meiri von á laxi og sjóbirtingi þegar komið er fram í ágúst.

Veiðimenn og útivistarfólk er vinsamlegast beðið að ganga vel um svæðið og ekki skilja eftir sig rusl. Óheimilt er að aka utan vega. Ekki er heimilt aðaka slóða sem liggur frá eyðibýlinu inn í dalinn. Einnig eru veiðimenn beðnir um að aka ekki í hraunkantinum inn að vatninu. Öll veiði úr bátum er bönnuð korthöfum Veiðikortsins. Veiðimenn eru vinsamlegast beðnir um að ganga til veiða af hófsemi.
Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:
Veiðivörður er Tryggvi Gunnarsson S: 893-0000. Veiðieftirlitsmaður er Bjarni Júlíusson, S. 693-0461 / 438-1787. Veiðimenn skulu sýna veiðiverði og veiðieftirlitsmanni veiðileyfi sín og/eða Veiðikortið, sé um það beðið.
Farsímasamband er ekki gott við vatnið. Helst er að ná sambandi innarlega og vestanmegin í firðinum.
Hraunsfjörður er á norðanverðu Snæfellsnesi, mitt á milli Stykkishólms og Grundarfjarðar. Í raun er um að ræða lón fyrir innan stíflu við Hraunsfjörð. Lónið er í um 180 km. fjarlægð frá Reykjavík. Ekið er sem leið liggur fram hjá Borgarnesi og beygt inn á Mýrar. Síðan er beygt upp á Vatnaleið, við Vegamót, í átt að Stykkishólmi. Þegar komið er yfir heiðina er beygt til vinstri í átt að Grundarfirði og síðan aftur til vinstri eftir um 4 km. við skilti er vísar á veiðisvæðið. Hraunsfjörður er afburðarskemmtilegt veiðisvæði. Svæðið er víðáttumikið og mikið af fiski, sjóbleikju, sjóbirtingi og laxi.…

Umsögn Veiðistaðavefsins

Verð veiðileyfa
Aðkoma að vatninu
Umhverfi
Möguleiki á afla

Mjög gott

Umsögn : Umsögn : Hér gefur að líta stjörnugjöf Veiðistaðavefsins. Þessi stigagjöf hefur EKKI áhrif á heildarstigagjöf notenda sem gefur að líta fyrir aftan nafn veiðisvæðis. Þetta mat er sjálfstætt og er eingöngu mat aðstandenda Veiðistaðavefsins.

Hraunsfjörður – Vinsælar flugur:

x

Check Also

Núpá í Núpárdal

Núpá er dragá sem á upptök sín á hálendinu ofan Núpdals og leynir verulega á sér. Áin á sameiginlegan ós með Haffjarðará á Löngufjörum við ...