Hítará er glæsileg veiðiá á Mýrum í um 25 km. fjarlægð frá Borgarnesi. Áin er í glæsilegu umhverfi sem hefur fallið í góðan jarðveg hjá veiðimönnum.
Um er að ræða sjóbirtingsveiði í neðri hluta árinnar og nær tímabilið frá 21. – 30. september.
Fjölbreytileiki veiðistaða er mikill í ævintýralegu umhverfi kletta og veiðihylja.
Seldar eru 3 stangir á dag í haustveiði Hítarár.